Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 37
og fískur. Þá voru engir „hrörnunarsj úkdomar“; þeir
eiga fyrst að vera til komnir upp á síðkastið.
Það kynni að vera, að sauðakjöt eða soðning sé ekki
alveg bráðdrepandi, jafnvel þó að menn hafi ekki gætt
nógu vei heilræðis hr. Waerlands, að borða lauk með fiski
til þess að eyða bakteríunum, sem spámaðurinn hefur
fengið á heilann. Engum dettur í hug, að gerð sé grein
fyrir eða sannað neitt um undramátt lauksins gagnvart
sýklum. Náttúrulækningamenn lifa hvort eð er í trú, en
ekki í skoðun. Það er aldrei borin á borð svo fráleit kenn-
ing, að ekki fáist einhverjir til að festa á hana trúnað.
Kannski það sé lauklyktin af náttúrulækningafólkinu, sem
rekur rotnunarbakteríurnar á flótta? Skottulæknarnir
gerðu í sinni tíð kraftaverk á ýmsum með A, B og C-
dropum sínum. Um síðustu aldamót trúðu eigi allfáir, að
Brami (bitter) gæti læknað hina og aðra kvilla, eða þá
Kína-lífs-elexír. Svo kom Volta-krossinn, sem hjálpaði
sumum, er hengdu hann á sig. Trúarbrögð hr. Waerlands
reka lestina. Það er ekki að vita nema þau dafni eitthvað,
því að hér á landi er tíningur af auðtrúa og hrekklausu
fólki.
Ef heilvita menn festu trúnað á, að kjöt og fiskur væri
hættulegur matur fyrir heilsuna, hlyti sú spurníng að
vakna, hvort Islendingar gætu sóma síns vegna flutt slík
matvæli til annarra þjóða, t. d. síld til Svíþjóðar, og vera
þannig valdandi að „hrörnunarsjúkdómum“ í stórum stíl
erlendis. Slíkt gæti haft heldur en ekki áhrif á allt at-
vinnulíf landsmanna. Hr. Waerland er ekki búinn að
kenna Truman Bandaríkjaforseta þessi fræði. Forsetinn
sendi hingað á dögunum fulltrúa sinn til þess að falast
eftir fiski handa fólki, sem lifir við mikinn inatarskort í
Mið-Evrópu. Er ekki varhugavert, að seðja svanga menn
með þessari manndrápsfæðu ?
Hr. W. láðist að geta þess við blaðamennina, hvað Is-
Heilbrigt lif