Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 39
Svo er það hvíti sykurinn, sem sólvíkingunum verður
tiðrætt um. Þeir boða það sýknt og heilagt sem mikils-
verð sannindi, að enginn geti lifað á hvítasykri einum.
En reyndar er ekki vitanlegt, að nokkrum öðrum manni
hafi dottið slík fjarstæða í hug. Waerland lýsti því yfir
í útvarpinu, að sykursýki hefði fyrst orðið vart, er menn
tóku að neyta hvításykurs. Það má segja, að ekki sé öll
vitleysan eins. Sykursýki er getið í elztu ritum Forn-
Egypta fpapyrus), en síðar af „föður læknisfræðinnar“,
hinum alþekkta gríska lækni H i p p o k r a t e s, er var
uppi 400 árum fyrir Krists burð. Aretæus frá Kappa-
dokíu (l.ölde. Kr.) starfaði í anda Hippokratesar og gaf
sjúkdómnum það fræðiheiti - diabetes - er hann ber enn
í dag. Indverskir læknar í fornöld þekktu vel sykurþvag
— fundu það á keimnum. En hinn frægi Arabalæknir
Avicenna (980-1037) talar í ritum sínum um „hun-
angsþvag”. Þessir læknar fornaldarinnar lýsa hinum
margvíslegu einkennum sykursýki, svo langt sem fræði
þeirra náðu í þann tíð.
Það liðu nokkrar aldir frá dögum þessara lækna, þang-
að til farið var að framleiða hvítasykur. Sólvíkingurinn
Waerland gerir sér þó lítið fyrir og fullyrðir, að þá fyrst
hafi sykursýki gert vart við sig, er menn fóru að neyta
hans. En sólvíkingar eru hraustir. Þá klígjar ekki við
svona smávegis ónákvæmni í málflutningi. Svo nefndir
„health evangelists“ í Vesturheimi eru þekktir að því
sama.
Ríkisvaldið gerir það strangar kröfur, að það veitir
ekki þegar í stað lækningaleyfi neinum kandídat - nema
þá til bráðabirgða - þótt hann sé búinn að ljúka embættis-
prófi við Háskóla íslands. Hann þarf að bæta enn við sig
þekkingu í eitt ár. Þetta þykir kannski hart aðgöngu.
HeUbriyt líf
153