Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 44
fólk sitt. Ekki voi’u nein rúm í spítalanum, en sjúklingar
3águ á mottum, e. k. flatsængum, að japönskum sið. Út-
búnaður spítalans annars að nýtízku hætti, röntgentæki,
diatermi-áhöld og góð rannsóknastofa. Sex hjúkrunar-
konur.
Læknirinn sat nú, eins og getið var, á svölum hússins,
sem náði út yfir árbakkann, var í náttfötum einum klæða,
því að heitt var í veðri, hallaði sér í hægindastói, setti
upp gleraugun, lagði fætur í kross og ieit í blaðið. Allt
í einu kemur ofsalegur, gulur blossi. Læknirinn ber sig
til að spretta á fætur, en um leið féll húsið í Ota-fljótið,
með mikhim brestum. Læknirinn kútveltist ofan í ána,
en skorðaðist þar milli tveggja planka, og af hreinni til-
viljun stóð höfuðið aðeins upp úr vatnsborðinu. A'IIt í
kring um hann var brak úr spítalanum, sem splundraðist
Öshólmar Ota-fljótsins.
158
Heilbrigt lif