Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 45
í smátt. Gleraugun voru horfin. — Þetta vildi til lVi km.
frá sprengjustaðnum.
í Hiroshima voru þýzkir Jesúíta-trúboðar, m. a. síra
Wilhelm Kleinsorge, er kemur við þessa sögu.
Prestarnir voru orðnir magaveikir af lélegu viðurværi.
Sem útlendingar voru þeir miður vel séðir, svo að líðan
þeirra var miðlungi góð. Síra Kleinsorge varð að hætta
við morgunbænir í miðju kafi vegna loftvarnamerkis.
En, er talið var, að hættan væri liðin hjá, fór hann upp
á herbergi í 3. hæð hússins, afklæddist öllu nema nær-
fötum, lagðist út af og fór að lesa í Jesúíta-tímariti. Nú
kom allt í einu fjarska bjartur blossi og flaug honum í
hug gömul frásögn um, að loftsteinn gæti rekizt á jörð-
ina. Hann féll í öngvit, en er hann raknaði við sér var
hann á gangi í matjurtagarðinum á nærfötunum einum
og heyrði, að ráðskona prestanna var að biðja guð fyr-
ir sér. —
Dr. S a s a k i, ungur skurðlæknir í Rauða Kross spít-
a'Janum, var nýbúinn að taka manni blóð til syfilis-próf-
unar og var staddur í spítalagöngunum með blóðglösin
í höndunum, þegar blossinn kom — eins og margföld
birta á við það, þegar tekin er ljósmynd. Læknirinn féll
við á annað hnéð, en tautaði þá við sjálfan sig — sem
Japana er lagið: Stattu þig nú Sasaki. Þetta var lVa km.
þaðan sem sprengjan sprakk, en loftþrýstingurinn feykti
af honum gleraugunum, blóðglösunum úr höndum hans,
svo að blóðið slettist upp um veggi, og feykti ilskónum
undan fótum hans. Dr. Sasaki hljóp inn til yfirlæknis-
ins og fann hann saxaðan sundur af glerbrotum. Skil-
rúm hússins og loft brustu, sjúkrarúm snerust við og
lágu á hvolfi. Sjúklingurinn, sem átti blóðið, dó sam-
stundis af áfallinu. Dr. Sasaki var eini læknirinn, sem
ekki meiddist. Og fljótt fóru særðir menn úr borginni
að þyrpast að spítalanum.
Heilbrigí Uf
159