Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 46
ELDSVOÐINN.
Nú skal sagt nokkru nánar frá því, sem heimildar-
menn vorir urðu varir við eftir áfallið, um leið og
sprengjan sprakk með blossanum mikla. Meþódistaprest-
urinn síra Tanimoto forðaði sér burt frá slysstaðnum,
mætti þegar ýmsu særðu fólki og fór með það í næsta
skóla, þar sem því var veitt hjálp til bráðabirgða. Síra
Tanimoto þótti allt þetta gegna furðu: Þegar sprengjan
eða sprengjurnar féllu, var nýbúið að gefa til kynna með
loftvarnarmerki, að hættan væri liðin hjá, og svo heyrðist
ekki síðar í neinni flugvél, þrátt fyrir sprenginguna.
Hvernig var hægt að koma þessu heim og saman? Þetta
var eitthvað óvenjuleg sprengjuárás.
Presturinn kom sér upp á dálítinn útsýnishól og sá þá,
að sótsvartur mökkur huldi borgina, en sums staðar skaut
upp reykjarbólstrum gegnum mökkinn. Það fór fljótt að
bera á fýlu úr þessu óhugnanlega, svarta skýi, og við og
við komu smáar vatnsskvettur. Eldar loguðu víða. Síra
Tanimoto beið ekki boðanna, en flýtti sér inn til mið-
bæjarins til þess að vitja um fólkið sitt. —
Ekkjunni klæðskerans, frú Nakamura, tókst að bjarga
börnum sínum lítið meiddum undan húsbrakinu. Yngsta
telpan spurði: Af hverj u er komið kvöld, mamma ? Það
var ekki að furða, þó að barnið spyrði, því að allt var
hulið dimmu. Nágranni þeirra, maðurinn, sem fékk fyrir-
skipunina um að rífa húsið sitt, þurfti ekki mikið fyrir
því að hafa. Sprengjan sá fyrir því. Húsið var hrunið til
grunna, eins og allt þar í kring, og eigandinn örendur í
rústunum. Ekki treystist frú Nakamura til þess að bjarga
aleigu sinni, saumavélinni, en skildi hana eftir. Alls staðar
voru húsbrunar vegna íkveikju frá eldavélum. Konan flýði
með börnin áleiðis í trjágarð þar nálægt. Á leiðinni sá
160
Heilbrifjt líf