Heilbrigt líf - 01.12.1947, Qupperneq 48
Af 245.000 borgarbúum, sem þá voru í Hiroshima,
misstu um 100.000 lífið strax, en tugir þúsunda slösuðust,
þegar híbýli þeirra hrundu og brunnu til ösku.
Ekki tókst að koma kaþólska prestinum til læknis, en
síra Kleinsorge baslaði við að stemma blæðingu úr skurð-
inum. Það var kallað og grátbænt um hjálp úr öllum átt-
um. Sumir gengu af vitinu. Síra Kleinsorge varð að forða
einum starfsmanni trúboðsins með valdi úr brennandi
húsi, hann vildi láta fyrir berast þar. En það var líka
óhægt um vik að forða sér, því að götur voru víða tepptar
af hrundum húsveggjum, símastaurum eða talsímaflækj-
um. —
Nú víkur sögunni aftur til meþódistaprestsins, síra
Tanimoto, sem tók á rás inn í miðbæinn, þar sem allt
stóð í báli, til þess að leita að sínum nánustu. Hann mætti
fólki í hundraðatali, sem var á flótta þaðan. Margir voru
skaðbrenndir. Augnabrúnir sviðnar eða skinnflygsur laus-
ar úr andliti og höndum, sem margir héldu fram fyrir
sig af sársaukanum, og voru sumir jafnframt með upp-
sölu. Flestir voru naktir eða þá í einhverjum sviðnum
druslum. Oft sáust á brjósti eða baki eins og stimplar af
axlaböndum eða beltum vegna þess hve bruninn tók mis-
djúpt í hörundið. Á berum líkama margra kvenna mátti
sjá blómamyndir af sloppum (kimono), sem þær höfðu
verið í; þær brunnu sem sé mismikið, því að hvítur litur
í fatnaði hratt frekar frá ofsahitanum úr kjarnorku-
sprengjunni, en dökkt efni sogaði í sig hitann og sviðn-
aði húðin þar meir. Þannig brenndust blómamyndir á
þessar nöktu og sárþjáðu manneskjur, sem voru á flótta
undan voðanum. Flestir báru sig þó þannig, að þeir létu
sér lítt bregða, sýndu mikla stillingu, en gengu álútir,
þegjandi og æðrulausir beint áfram.
Síra Tanimoto varð ekki greiðfært um göturnar. Úr
hrundum híbýlum manna heyrðust hvaðanæva óp um
162
Heilbrigt Uf