Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 52
ingja fólkið flæddi reyndar um nóttina, án þess að geta
björg sér veitt.
Dr. Sasaki gerði allt hvað hann gat í Rauða Kross
spítalanum. Ásamt fáeinum öðrum læknum, reyndi hann
að binda um verstu meiðslin. Það var ófagurt umhorfs
í sjúkrahúsinu: hálfhrunin loft og veggir, gipsdust, ryk-
mylsna, blóð og spýja úr sjúklingunum; engin leið að
flytja burt dauða menn. Læknarnir voru steinuppgefnir.
Þegar fór að líða á nóttina, náðu þeir sér í mottur undir
sig, laumuðust út úr spítalanum og fleygðu sér til svefns
að húsabaki undir beru lofti. En hópar af særðu og
hjálparþurfa fólki leituðu þá uppi, vöktu þá og beiddust
hjálpar.
Þúsundir slasaðra manna voru alveg ósjálfbjarga, hér
og hvar um borgina, t. d. ung stúlka að nafni Sasaki,
er vann í tinverksmiðju og hefur sagt frá, hvernig hún
hrundi. Hún lá alla næstu nótt undir beru lofti og gat
sig ekki hreyft vegna fótbrots. Öðrum megin við hana
lá kona, og hafði slitnað af henni annað brjóstið við hús-
hrunið. Auk þess karlmaður; af honum brann andlitiö
með öllu. Allt lá þetta fólk sárþjáð og svefnlaust. — En
strákar eru strákar, í lengstu lög. Drenghnokki skradd-
araekkjunnar hrópaði upp yfir sig af fögnuði, milli þess
sem hann kúgaðist, þegar gasstöð í borginni sprakk í
loft upp, með bjarma sem um bjartan dag.
Næsta dag, þ. 7. ágúst, tilkynnti forseti Bandaríkj-
anna, að hér hefði verið varpað fyrstu kjarnorkusprengj-
unni — ríflega tvö þúsund sinnum aflmeiri en mesta
sprengja Breta. En sú frétt barst vitanlega engum í
Hiroshima.
Síra Tanimoto gerði tilraun til þess að útvega lækni í
Asanotrjágarðinn, handa hinum mikla mannfjölda þar,
sem var illa farinn. Hann hitti á hjálparstöð í borginni,
166
Heilbrigl líf