Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 53
þar sem herlæknar unnu. Á grasflötum kringum húsið
lágu í þúsundatali dauðir menn eða þá fólk í andarslitr-
unum, sem vonlaust var um. Enginn skeytti um þá. Síra
Tanimoto ávarpaði einn lækninn og bar upp erindi sitt
um læknishjálp handa fólkinu í trjágarðinum. „Ómögu-
legt“, svaraði læknirinn án þess að líta upp frá aðgerð
sinni. „Það er fyrirskipað að hjálpa fyrst þeim, sem eru
lítið meiddir, til þess að bjarga sem flestum manns-
lífum“. Harðir kostir: Hinir urðu að deyja drottni sínum.
Presturinn fór erindisleysu.
Það var ógurlega heitt morguninn eftir sprenginguna.
Kaþólski presturinn síra Kleinsorge náði í vatn á tóma
flösku og í tepott til þess að dreypa á fólk. Hann rakst
þá á alls nakinn kvenmann í grasinu. Allt brunnið af
henni. Hún var í andarslitrunum. Við runna einn lágu um
20 karlmenn með albrunnin andlit. Augun farin og vilsa
rann úr tómum augnatóftunum. Einhvers konar rifa í
munns stað, og rétt aðeins varð komið þar inn flösku-
stút. Einn af þessum aumingjum yrti á prestinn og sagði:
»Ég sé ekki neitt“.
Síra Kleinsorge veitti því eftirtekt, hve hann varð
smám saman harður af sér í öllum þessum voða. Áður
þoldi hann varla að sjá blóðvætl úr skinnsprettu! Og
svona urðu aðrir. Hann tók eftir stúlku, sem sat þarna
innan um deyjandi fólk allt í kring. Hún var að rimpa
saman gat í sloppnum sínum eins og ekkert væri um að
vera. Tvö börn, sem höfðu orðið viðskila við móður sína,
léku sér í galsa. Svo setti að þeim grát, en stutta stund,
og leikurínn hófst á ný. — Kvenmaður rétti prestinum
teblöð til að jóðla við þorstanum. Hann viknaði við, því
að þetta var í fyrsta skipti í langan tíma, er hann sem
útlendingur hafði mætt öðru en óvild af japönsku fólki.
Stúlkan í tinverksmiðj unni sat föst með brotinn fót í
2 sólarhringa áður en henni var bjargað. Hún fékk um
Heilbrigt líf
167