Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 56
Læknir og prestur hresstu sig á viskí.
Fótbrotna stúlkan, ungfrú Sasaki, fékk ekki að liggja
nema fáa daga í sjúkrahúsinu, því að allt varð að rýma
vegna særðra hermanna. Hún var flutt sjóleiðis í skóla-
hús í borg nokkrar mílur frá Hiroshima. Læknirinn þar
skar í stóra ígerð út frá beinbrotinu.
Viku eftir sprengjuárásina fór að kvisast, að þetta hefði
verið kjarnorkusprenging og japanskir vísindamenn tóku
að gera athuganir sínar í borginni.
Þegar dr. Sasaki var búinn að sofa úr sér mestu þreyt-
una, tók hann aftur upp vinnu sína í Rauða Kross spítal-
anum. Nú fyrst var eitthvert viðlit að bera burt líkin og
koma sjúklingum í rúm; þeir höfðu hrúgazt á gólfinu í
göngum og stigum. Bál var gert úr spýtnarusli og braki,
líkin brennd, og askan sett í umslög utan af filmum, sem
röntgendeildin lagði til, og duftið afhent síðar fjölskyld-
unum.
Klæðskeraekkjan, frú Nakamura, vissi nú vissu sína
um, að hún hafði misst móður sína, bróður og eldri systur.
Hún fór á kreik þ. 15. ág. til þess að ná í nokkrar lúkur
af hrísgrjónum, er hún hafði grafið í loftvarnabyrgi. Af
tilviljun hitti hún í strætisvagninum yngri systur sína,
sem hafði verið fjarverandi.
„Hefurðu heyrt fréttirnar?“ spurði systir hennar.
„Hvaða fréttir?" svaraði ekkjan.
„Stríðið er búið“.
„Hvaða þvættingur“.
„Ég heyrði það sjálf í útvarpinu“.
Svo lægði systirin róminn og bætti við í auðmýkt:
„Það var keisarinn, sem talaði“.
Japönum fannst mikið um, að Tenno — svo nefna þeir
keisarann — skyldi ávarpa almenning í útvarpi. Það vildi
til þá í fyrsta skipti.
170
Ileilbrigt Uf