Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 62
Fyrsta stigið mátti heita um garð gengið áður en
læknunum var Ijóst, hvað var á seyði — sem sé kjarn-
orkusprengja, er með feiknahita þeytti á fólk geislandí
efnum sínum, neutrónum, beta- og gammageislum. Hít-
inn og geislarnir steindrápu 95% þeirra, sem voru innan
háifrar mílu frá sprengingunni og vitanlega fjölda
manns, þó að fjær væru, án þess að sýnilegur áverki
kæmi fram á líkinu. Geislarnir grönduðu kjörnum hold-
frumanna og veggjum þeirra, og þar með var úti um
lífsmagnið. Þeir, sem ekki misstu lífið, þjáðust dögum
saman af höfuðkvölum, velgju og vanlíðan, niðurgangi
og hitasótt. Svo urðu menn og fyrir taugaáfalli.
Annað stig sjúkdómsins gerði vart við sig 10—15
dögum eftir áfallið, með því að menn misstu hárið, niður-
gangur varð áberandi og hiti steig upp í 41° C. 25—30
dögum eftir sprenginguna varð vart við blæðingar úr
tannholdi, tilfallandi marbletti — petechiæ — á hörundi
og slímhúðum. .Jafnframt hrundu niður hvítu blóðkomin.
Þegar ekki naut verndar þeirra gegn ágangi sýkla, vildu
sár ekki gróa og algeng varð hálsbólga og munnangur.
Hvítu blóðkornin fóru oftast niður úr 4000 í rúmmilli-
metra. En færi talan undir 1000 ,var lítil lífs von. Horfur
voru og bágar, ef hiti hélzt lengi.
Á þriðja stigi sjúkdómsins varð ýmist afturbati
eða þá að fólk dó úr fylgikvillum, einkum lungna- eða
brjósthimnubólgu. Þegar vel gekk, hækkaði blóðkorna-
talan og fór jafnvel fram úr því, sem heilbrigt er talið.
Sumum batnaði á einni eða fáum vikum, en batinn gat
líka dregizt mánuðum saman, — Brunasárin greru venju-
lega með örþykkni (keloid).*)
*) Einkennilegt er, að slikt raá venjulega lækna með radíum,
sem þó gefur frá sér svipaða eða sains konar geisla og kjarn-
orkusprengjan. — Ritstj.
Heilbrigl líf
178