Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 64
falla á Hiroshima, því að sá bær hafði mikið hernaðar-
gildi vegna legu sinnar, útbúnaðar alls og samgangna.
Japanar höfðu og ráðgert, að keisarinn og æðsta stjórn
landsins skyldi flytjast þangað, ef til kæmi, að Tokio
félli í hendur Bandamanna.
Nýja bæjarstjórnin safnaði skýrslum um mannfallið
og taldist svo til, að kjarnorkusprengjan hefði drepið
100.000 manns; 14.000 var saknað, en rúmlega 37.000
slösuðust. Það var álitið, að fjórðungur þeirra, sem fór-
ust, hefðu dáið beinlínis af hitanum og brunanum, og
álíka margir síðar af völdum geislamagnsins, er sprengj-
unni fylgdi, af geislaveikinni, sem svo var nefnd (radia-
tion sickness). Annars drukknaði líka fjöldi manns, og
enn fleiri urðu undir húsarústum eða köfnuðu.
Öruggari skýrsiur eru vitanlega um skemmdir á fast-
eignum og mannvirkjum. Af 90.000 byggingum hrundu
62.000, en 6000 voru svo illa farnar, að þær voru ekki
nema tii niðurrifs. í miðbænum voru aðeins 5 nýtízku
húseignir nothæfar án meiri háttar viðgerða. Það fór
ekki svona illa vegna lélegs frágangs á húsunum, því að
eftir jarðskjálftana miklu 1923 voru þau gerð styrkari
heldur en krafizt er í Bandaríkjunum.
Allt benti til, að loftþrýstingur hefði verið feiknalegur
af völdum sprengjunnar. Þungir marmaralegsteinar svipt-
ust til í grafreitum, fjöldi járnbrautavagna fór um, en
steinsteypt gólf, á einni brúnni yfir fljótið, færðist til.
Sérfræðingum taldist til, að þrýstingurinn við spreng-
inguna hefði numið 5.3—8.0 smálestum á fermetra.
Ályktanir um hitastigið voru gerðar af athugunum á
ýmsum mannvirkjum. Sem dæmi má nefna, að glimmer í
granítsteini bráðnaði 400 metra frá sprengjustaðnum,
en bræðslumark þess er 900° C. Símastaurar sviðnuðu
í 4 km. fjarlægð, og þakhellur með 1300° C bræðslu-
marki, leystust sundur í rúmlega % ];m. fjarlægð. Af
178
Heilbrigl líf