Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 70
á gekk, iíkt og þegar mest var herjað á London úr loftinu.
Þegar síra Tanimoto gekk með vatnsdrykk um árbakkann
fyrstu nóttina meðal ósjálfbjarga og dauðvona manna í
hundraðataii, reyndu þeir að rísa upp við dogg og hneigja
sig í kurteisis- og þakklætisskyni, en enginn kveinaði
eða mælti æðruorð. Menn liðu og dóu í kyrrþey fyrir
land sitt.
Þessu sagði síra Tanimoto frá í bréfi til amerísks vinar
síns. Líka lýsti hann því, er dr. Hiraiwa, háskólakennari
einn í Hiroshima og sonur hans, urðu undir húsarústum
án þess að geta björg sér veitt. Þeir urðu varir við, að
eldur var kominn upp í byggingunni og því ekki lífs von.
Þeir komu sér þó saman um að hrópa húrra (banzai) fyr-
ir keisaranum (tennó) áður en þeir dæju. Þeir björguð-
ust reyndar af einskærri tilviljun. En dr. Hiraiwa lýsti
því síðar, að sér hefði hitnað um hjartaræturnar, er hann
hyllti þarna keisarann og bjóst við dauða sínum fyrir
ættjörðina.
Líka segir síra Tanimoto frá því, er hópur af kvenna-
skólastúlkum varð við sprenginguna undir þungri girð-
ingu og komust þær ekki undan. Þær hófu að syngja þjóð-
sönginn (Kimi ga yo). En raddirnar týndu tölunni smám
saman, og stúlkurnar dóu allar nema ein, sem sagði frá
atvikum. — Síra Tanimoto endar bréf sitt með þessum
oi'ðum:
„Já, Hiroshima-búar urðu vel við dauða sínum, þegar
kjarnorkusprengjan féll, og töldu sig láta lífið fyrir keis-
arann“.
Það er ekki að furða, þó að almenningur hefði allra
handa hugmyndir um svo nýtt og óþekkt morðvopn sem
kjarnorkusprengjuna. Algengt var, að menn gerðu sér
svipaða grein fyrir henni og frú Nakamura, en það var
á þessa leið:
184
Heilbriyt líf