Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 71
„Kjarnorkusprengjan er á stærð við eldspýtustokk. Hún
springur í loftinu og er sex þúsund sinnum heitari en
sólin. Það er eitthvað af radíum í henni, sem veldur
sprengingunni".
Ymsir töldu, að svona drápstæki yrðu ekki um flúin,
en aðrir voru æfir út af því, að Bandaríkjamenn skyldu
nota slík morðtól, og varð dr. Sasaki að orði: „Það er ver-
ið að setja upp dómstóla í Tokio út af málum stríðsglæpa-
nianna. Það lægi nær að dæma til hengingar þá menn,
sem fyrirskipuðu að nota kjarnorkusprengjur í hernaði".
Það má geta nærri, að þessi ógurlegi atburður vakti
skelfingu í hugskoti barnanna. Hins vegar töluðu sum
börnin um það eftir á ósköp blátt áfram, eins og spenn-
andi ævintýri. Toshio Nakamura var 10 ára gamall, þeg-
ar þetta gerðist. Hér er kafli úr stíl, sem hann gerði í
barnaskólanum tæpu ári síðar:
„Ég var úti að synda daginn fyrir kjarnorkusprengj-
una. Um morguninn var ég að borða hnetur. Ég sá
glampa. Ég slengdist þangað, sem litla systir mín svaf.
Eftir að búið var að bjarga okkur, sást ekki lengra en að
strætisvagninum. Við mamma fórum að taka saman dótið
okkar. Nábúar okkar gengu um brenndir og svo blæddi
úr þeim . . . Við fórum í trjágarðinn. Þá kom fellibylur.
Um nóttina kviknaði í gasgeymi og ég sá logana speglast
í ánni. Daginn eftir fór ég út að Taiko-brúnni og hitti
þar stelpurnar Kikuki og Murakami, sem ég leik mér við.
Þær voru að leita að mömmu sinni. Mannna hennar Kiku-
ki ineiddist, en mamnia hennar Murakami var dáin“. —
Svo var ekki sá stíll Iengri.
H'eiíbrigl líf
185