Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 72
SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
hjúkrunarkona:
FRAMKVÆMDIR HEILSUGÆZLUNNAR
Á undan kosningum til Alþingis og bæjarfélaga hefja
stjórnmálaflokkarnir markvissan áróður á landsmenn.
Allir bera þeir hag almennings sérstaklega fyrir brjósti,
og hver og einn frambjóðandi heitir því, að hrinda í fram-
kvæmd ýmsum menningarmálum, sem verði þjóðinni til
almennrar farsældar, ef hún aðeins vill kjósa hina einu
sönnu stefnu, sem hann berst fyrir. Flokksbundnir kjós-
endur þurfa sennilega engan áróður; stefnan er hjá þeim
vel mörkuð. En utangarðsfólkið er margt, og sennilegt
þykir mér, að það sé baráttan um þá manntegund, sem
eytt er í svo miklum tíma, pappír og prentsvertu á hinum
mikilvægu tímum, þegar úr er skorið um það, hverjir eigi
að fara með völd í þjóðfélaginu næstu 4 árin. Það væri
t. d. ekki ónýtt, ef einhverjum þeirra stjórnmálaflokka,
sem barizt hafa um völdin í Reykjavík, en ekki náð þeim,
tækist að seiða til sín með fögrum loforðum þær þúsundir
manna, sem alls ekki neyta kosningarréttar síns. Slíkt
gæti orsakað stefnubreytingu í bæjarmálum Reykjavíkur.
Þrátt fyrir mismunandi lífskoðanir hinna pólitísku for-
ustumanna, virðast þeir ávallt bera heilbrigðismálin sér-
staklega fyrir brjósti, og telja nauðsynlegt að efla þau
og byggja upp á víðtækari grundvelli en verið hefur. Deila
þeir þá hart hver á annan, fyrir athafna- og skilnings-
leysi í þessum málum, leggja fram stórfelldar áætlanir
og lofa fullum fjárhagslegum stuðningi málunum til fram-
186
Heilbrigt líf