Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 73
dráttar. Þeir, sem hafa gert heilbrigðismálin að áhuga-
málum sínum, og ekki glatað hinni barnslegu trú sinni á
loforð mannanna, fyllast björtum vonum og sjá þá í hill-
ingum allt það, sem þjóð vora hefur skort hingað til í
þessum efnum: hjúkrunarkvennaskóla, heilsuverndar-
stöðvar, fávitahæli, öryrkjahæli, blindrahæli, hæli fyrir
afvegaleidda unglinga, sjúkrahús o. fl. Að afloknum kosn-
ingum kemur svo uppdráttarsýki í öll loforðin, þau hjaðna
niður eins og sápukúlur, og háttvirtir kjósendur bregðast
við þeim, eins og hugur þeirra hefur staðið til; þeir
áhugalausu gleyma þeim, en nöldra, þegar þeir þurfa á
sjúkraaðstoð að halda, en fá hana ekki vegna vöntunar á
læknum, sjúkrahúsum eða hjúkrunarliði. Þeir áhugasömu
fylgjast vel með hvað gerist, hefja öðru hvoru upp raust
sína, reyna að tala máfi sínu, hvar sem árangurs má
vænta, en því miður má oftast líkja viðleitni þeirra við
rödd hrópandans í eyðimörkinni. —
Einhverjar minni háttar framkvæmdir mjakast áfram
hægt og hægt, rétt til þess að sýna lit, og áður en varir
eru 4 ár liðin, og leikurinn — baráttan um mannssálina
— Iiefst á ný.
Undanfarin veltiár hefur verið hverfandi lítið um
bj'ggingaframkvæmdir í þágu heilbrigðismálanna, og er
það því sárara, þar sem vitað er, að þjóðin hefur sóað
miijónaauði í alls konar fánýtt glys, tóbak og áfeng
drykkjarföng, sem enn er ekki séð fyrir, hvaða afleið-
ingar muni hafa. Fyrirhyggjuleysið í fjármálum þjóðar-
innar og fjárbruðl einstaklinga verður óbein orsök þess,
að erfitt mun reynast að framkvæma stórfelldar ákvarð-
anir á þessum sviðum, en þar er átt við heilsugæzluna
í lögunum um Almannatryggingar, er samkvæmt þeim á
að koma til framkvæmda á næsta ári. Það er m. a. þessi
lagabálkur, sem hefur komið mér til þess að taka hinu
Heilbrigt líf
187