Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 75
væri að koma fyrir fæðandi konum og gamalmennum tii
lengri eða skemmri tíma, eins og gert er ráð fyrir í frum-
varpinu um héraðshæli, og sem þar að auki ætti að sinna
heilsuverndarmálum eins eða fleiri héraða, gæti með nú-
verandi lögboðnum vinnutíma, ekki komizt af með færri
en 3—4 hjúkrunarkonur. Yrðu þær þá 60—80, aulc nokk-
urra stöðva (ca. 7-8), þar sem sjúkrahús eru þegar
fyrir. Á slíka staði þyrfti víðast 1 hjúkrunarkonu, en á
stærri stöðvar, eins og t. d. Akureyri, Vestmannaeyjar og
ísafjörð, 2-3. Við hina nýju Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur, þar sem einnig færi fram kennsla í heilsuvernd og
fjölda nýrra heilsuverndarstarfsgreina yrði komið í fram-
kvæmd, myndi aukningin verða minnst 10—12 hjúkrunar-
konur. Alls myndi þá vanta til þessara starfa á komandi
árum yfir 100 hjúkrunarkonur, og mun þessi tala vera
lágmark, ef lögin öðlast fullt gildi og eiga að koma að
þeim notum, sem ætlazt er til.
Sé gert ráð fyrir, að hinar marglofuðu nauðsynjabygg-
ingar, svo sem farsóttahús í Reykjavík, stækkun Akur-
eyrarspítala, Landspítala og geðveikrahælis á Kleppi, fá-
vitahæli, barnaspítali, og hæli fyrir sjúklinga með lang-
varandi sjúkdóma, verði byggðar, svo að aðeins séu taldar
hinar mest aðkallandi stofnanir, auk Heilsuverndarstöðv-
arinnar í Reykjavík, sem þegar liggur fyrir ákveðið kosn-
ingaloforð um, að reist verði á næstu árum, má gera ráð
fyrir, að elcki sé hægt að komast af með færra starfslíð
til aukningar, en 40-50 hjúkrunarkonur, og er Heilsu-
vernclarstöð Reykjavíkur þó áður talin.
Hin nýju heilsugæzlulög með áætluðum heilsuverndar-
stöðvum og lækninga- eða héraðshælum, ásamt þeim stofn-
unum, sem viðurkennt er, að brýn þörf sé á, að starf-
rælctar verði í náinni framtíð, krefjast þannig meir en
tvöfalds hjúkrunarliðs við það, sem nú starfar í landinu.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að áætla nákvæmlega, enda
Heilbrigt líf
189