Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 77
í námstíma sínum, en dvelja ekki eingöngu í stofnun, sem
pínir alla þá starfsorku út úr henni, sem unnt er, þannig
að bóknámið verði henni leiðigjarnt aukaatriði.
Sjálft hjúkrunarnámið þarf að breytast. Komið gæti
jafnvel til mála að stytta það í öllum grundvallaratriðum,
en það yrði þá að gera á kostnað vinnunnar, t. d. úr 3
árurn niður í 2% ár, og taka svo síðasta árshelminginn til
sérnáms, t. d. í geðveikrahjúkrun og æfingu á skurðstofu.
Við það sparaðist mikill tími í þeirri hjúkrunarkvenna-
eklu, sem nú er, og ætti námið ekki að verða lakara fyrir
það, ef vel væri það skipulagt.
Mjög væri æskilegt, að hjúkrunarkonur og Ijósmæður
gætu komið sér niður á sameiginlegan grundvöll í því
skyni, að mennta h j ú k r u n a r 1 j ó s m æ ð u r. Það nám
yrði auðvitað nokkru lengra, en slík menntun myndi koma
að miklum notum, og mikið fé gæti sparazt við það. Loks
má telja það óhjákvæmilegt, að hið fyrsta verði teknir til
athugunar möguleikar á því, að koma á hérlendis fram-
haldsnámi í heilsuvernd, enda þótt erfiðleikar verði á því
að hefja framkvæmdir í því skyni, fyrr en búið verður
að reisa Hjúkrunarkvennaskólann og Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, bæði vegna þrengsla og ónógra kennslu-
krafta. En heilsuverndarnámið er undirstaðan að góðum
árangri heilsugæzlunnar, enda engin von til þess, að
stúlka, sem eingöngu hefur lært að hjúkra sjúkum, geti
gert sér hin margþættu störf heilsuverndarinnar ljós, án
þess að kynnast þeim alveg sérstaklega, hversu vel sem
hún kann að vera til þessara starfa fallin. Á þessu sviði
tel ég læknum vorum, yfirvöldum og jafnvel hjúkrunar-
konunum sjálfum vera mjög ábótavant, sem virðast oft
leggja þann skilning í heilsuverndarstörfin, að nægilegt
sé að hafa hjúkrunarnám, og að nokkurra ára spítala-
reynsla sé fullkomið öiyggi fyrir því, að hjúkrunarkonan
sé einkar vel hæf til þess að inna af hendi vandasöm
Heilbrigt lif
191