Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 79
Liðið er nú talsvert fram á árið, en ekkert farið að nefna
starfrækslu þessa ennþá, og virðist ekki úr vegi, að fara
að athuga málin, ef byrja skal á einhverjum framkvæmd-
u*n 1. janúar 1948.
Heilbrigðismálin ættu að vera hugðarmál hvers ein-
asta hugsandi þjóðfélagsborgara. Ef þeirra verður gætt
sem skyldi, er engin hætta á, að leti, ómennska eða
drykkjuskapur geti dafnað með þjóðinni. Aukinni heilsu-
gæzlu, starfræktri á réttum grundvelli, hlýtur að fylgja
reglusemi og atorka. Þeir menn eiga þakkir skilið, sem
áttu frumkvæðið að, og hrintu Almannatryggingunum í
framkvæmd. Sá liður þeirra, sem heitir heilsugæzla, má
ekki dragast vegna skipulagsleysis og skorts á starfs-
kröftum, því að í henni verður meginstoð trygginganná
fólgin.
Taumhald á geðsmnnmn
Stjórnmálamenn vorir eiga oft í erjum, svo og blaðamenn,
og vitna þá oft í Jón Sigurðsson, forseta. En misjafnlega tekst
að feta í fótspor lians. Um geðsmuni forseta farast síra Eiríki
Briem svo orð í Andvara:
„Geðríkur maður var liann, en því merkilegra er það, að það
bar mjög sjaldan til, að hann ámælti einstökum mönnum“.
Ben. Gröndal, í „Dægradvöl“: „Jón kunni að stjórna sér
og ritaði aldrei skammargreinar“.
í Nýjum Félagsritum kemst Jón svo að orði: „Ekki ríður
minna á, einkum þegar maður er geðmikill og þykkinn, eins og
vér erum í rauninni íslendingar, að setja sér að reiðast ekki
mótmælum og allra-sízt að færa til illvilja og úlfúðar ...“
Hugleiði menn svo demburnar í útvarpsumræðum frá Al-
þingi!
Heilbrigt lif — 13
193