Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 80
SlN ÖGNIN AF HYERJU
Stjórnarvöldin hér á landi auglýsa hámarksverð á fæði, en
taka ekki neitt fram um, hve margar skuli hitaeiningar á dag,
né heldur um fjörefni.
• ---o----
Nýlega stofnuðu lyflæknar í Reykjavík með sér sérstakt félag.
Á síðastliðnu ári voru mynduð 464 beinbrot í röntgendeild
Landspítalans .
-----o----
Nú er farið að nota penicillin í olíu og dæla því í sjúklinga
aðeins einu sinni á sólarhring. Áður var það gert dag og nótt,
á 3—4 klukkustunda fresti.
-----o----
Á síðastliðnu ári fæddust 610 börn í fæðingadeild Land-
spítalans. Engin kona dó af barnsförum.
• --o----
Fæddir umfram dána, hér á landi:
1939 ............................ 1203
1940 ............................ 1280
1941 ............................ 1284
1942 ............................ 1756
1943 ............................ 2027
----o——
Við allsherjar manntal hér á landi
1940, reyndust 650 menn fæddir í Dan-
mörku.
■---o----
í háskólanum í Árósum stunduðu 1000 stúdentar nám haust-
ið 1946. Þar eru 5 stúdentagarðar, en von á tveim í viðbót;
annar fyrir kvenstúdenta.
-----o----
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, gengu
fyrstir manna á Heklutind þ. 20. júní 1750. f þann tíð hugðu
menn þar vera dyr helvítis, en stálnefjuð illfygli með járn-
klóm á flökti yfir gígnum.
-----o----
Læknaekla: Sums staðar í Þýzlcalandi var, þegar leið á styrj-
öldina, ekki nema 1 læknir heima fyrir á hver 12.000 manns.
194
Heilbrigt líf