Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 83
ÓLAFUR Ó. LÁRUSSON,
héraðslæknir:
RÁÐAÞÁTTUR
FINGURMEIN.
Orsakir:
Algengustu orsakir fingurmeina eru stungur, sprungur,
hrufl eða skurðir í hörundi, svo ígerðarsýklum opnast leið
inn í holdið. Allir vinna með höndum meir og minna, en
þó einkum þeir, sem að staðaldri handleika hvöss, ydd
eða beitt járn, svo sem öngla, nálar, hnífa, tréflísar eða
þá hvöss bein og átu (síid) við aðgerð á fiski eða slátr-
un búfjár, við að höggva hausa eða kjöt, sem stundum er
farið að slá í. Fingurmein eru tíðust á aðgerða- og beit-
ingamönnum í verstöðvum, sjómönnum við íiskveiðar,
síldarfólki á landi og sjó, í sláturhúsum á haustin, tré-
smiðum, gegningamönnum o. s. frv. Sjúkdómurinn gerir
mikinn usla vegna bólgusársauka, sem oft er „dunkandi",
og ágerist við samdrátt hjartans; vegna svefnlausra
nótta, atvinnutjóns og ýmissa alvarlegra afleiðinga, sem
geta eyðilagt starf og þrótt fingurs eða fingi-a eða hand-
ar, og jafnvel valdið líftjóni.
Sjúkdómurinn er oftast samfara vosbúðaratvinnu, sem
veldur þreytu og svefnleysi, er dregur úr viðnámsþrótti
almennt og þó einkum húðarinnar, vegna þess að fitu-
kirtlarnir megna ekki að mýkja húðina, eins og þarf, og
henni því hættara við sprungum og skrámum en ella.
Igerðarsýklar, sem á áðurgreindan hátt komast inn í hold-
ið með óhreinum verkfærum eða eftir á, eru ýmist góð-
Heilbrigt líf
197