Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 85
heita, að þeir brenni fingurna. Það er kórvilla, sem forðast
ber. Menn tala um að sjóða fingurna í heitu vatni, en vara
verður hér við því tjóni, sem af því getur hlotizt, ef tek-
ið er bókstaflega. Ég hef séð brennda fingur af slíkum
óvitaskap og nota því tækifærið til þess að vara við þessu
tiltæki. Hæfilega heit böð, einkum við fingurígerðir eftir
skurð, reynast oft vel. í fingurgómi er bólgan viðkvæmust,
taugakerfið þar eins og þéttriðið net. Mörgum svefnlaus-
um nóttum valda þær kvalir á stundum og svipað er með
slíðurmeinin, sem síðar verður komið að. Stöðvist bólgan
í holdvefnum undir húðinni hleypur oft drep í takmarkað
holdstykki, sem losnar frá. Lifandi hold losar sig við það
dauða, eins og lifandi menn við þá dauðu. Þau kailast
sums staðar skúfmein og batna þegar skúfurinn
(drepið) losnar og gengur út. Afmarkist bólgan ekki,
heldur hún dýpra inn að beinhimnu, sem bólgnar, og í
bein. ígerð getur einnig breiðzt inn í fingurliði, og verða
þeir oft eftir á, krepptir og stirðir, ef brjósk skemmist,
sem oftast verður. Beinið getur jafnað sig, ef lítil brögð
eru að beinhimnubólgu, en oft ber við, að drep korni í
það, og leysir þá bein úr fingri, sem kallað er.
Stundum breiðist bólgan til s i n a s 1 í ð r a og kemur þá
oft drep í aflsinar, ef ekki er fljótt að gert með hnífnum,
því að sinarnar þola ekki háan bólguþrýsting. Holdvefur-
inn losar sig við sinadrepið, eins og allt drep, og losna
þá sinapartarnir, hlýzt staurfingur af. Þó að mikill sárs-
auki sé að fingurmeinum í gómi, eru þau yfirleitt ekki
eins hættuleg og ofar í fingrinum, einkum lófamegin. Til
skilningsauka skal hér drepið á, að frá fremsta köggli
lófamegin liggja aflsinar upp eftir, en þær eru í góðri
og mjúkri sæng, renna í slíðrum, sem klædd eru slím-
himnu, því að vel þarf að búa um, svo að liðugt sé. Slíðrin
byrja ofan við fremsta köggul og þeirra gætir mest lófa-
megin. í lófanum, þar sem aflsinarnar koma þétt saman,
Heilbrigt líf
199