Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 87
gæzlu þurfa fingurmein á þumalfingri og litlafingri af áð-
urnefndum ástæðum. Fylgir þeim ígerðum oft blóðeitrun,
langvinnar og þrálátar ígerðir vegna sinadrepsins í hönd
og handlegg, staurfingur einn eða fleiri, stundum visin
og ónýt hönd og jafnvel handarmissir, en meiri og minni
örorka ævilangt.
Djúpu fingurmeinin í beini, sinaslíðrum og liðamótum
skilja tíðast eftir sig varanleg mein, svo sem staurfing-
ur, örorku, sem stundum er alltof lágt metin. Vegna minni
áverka handarbaksmegin eru fingurmein þar fátíðari og
ekki eins kvalafull, því að holdvefur er þar lausari. Við
ígerð í naglrót má reyna kvikasilfurssmyrsli áð-
ur en leitað er til læknis. Það eyðir henni stundum. Út frá
fingurígerðum eða óhreinum sárum í fingrum ber títt á
sogæðabólgu, og eru þá viðkvæmar rauðar rákir út frá
bólgnum sprungum, viðkvæmir eitlar við olnboga og í
handarkrika. Hár hiti getur fylgt þessu. Alþýða kallar
þetta stundum „blóðeitrun“, sem er reyndar allt annar
sjúkdómur, oft iífshættulegur. En sogæðarnar hafa góoar
hömlur (eitlana) til varnar, svo að ekki verði úr blóð-
eitrun. Bili þær varnir, getur blóðeitrun komið upp. Heitir
bakstrár og hvíld (rúmlega, fetill, þegar hiti er horfinn)
eru aðalráðin hér til bjargar og svo súlfalyf, en hnífur-
inn, ef grefur.
Svo óveruleg stunga eða ákoma á fingri er vart hugsan-
leg, þarf ekki að vera sýnileg berum augum, að lífstjón
geti ekki hlotizt af, ég tala ekki um heilsutjón. Nægilegttil
þess er, að nógu illkynjaðir graftrarsóttar-, blóðeitrunar-
eða blóðígerðarsýklar séu á verkfærinu, sem áverkinn varð
með, eða þeir komizt inn í holdið eftir á, oft samfara litl-
um eða stórminnkuðum viðnámsþrótti þess, sem fyrir
þessu verður.
Stundum hefur verið komið með fárveika sjómenn,
einkum útlendinga, í land í Eyjum, sérstaklega á fyrri ár-
Heilbricft líf
201