Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 89
láta gröft koma á hendur sér, þerra sárin með dauð-
hreinsaðri grisju eða baðmull, en snerta þau aldrei með
berum gómum. Dauðhreinsa (sjóoa í 15 mínútur) öll
áhöld, sem notuð eru. Graftarsýklum má sá út um líkam-
ann á sjúklingnum og sjálfum sér og aðra af fingurgóm-
um eða úr graftarmenguðum umbúðum, ef þær snerta
nokkurs staðar og skilyrði eru fyrir hendi. Þeim má sá
út eins og útsæði. Brenna ber strax umbúðir með greftri,
sem næstar eru sári, en sótthreinsa og sjóða þær, sem
utar liggja. Undan og eftir skiptingu umbúða, er ná-
kværnur sápuþvottur handa mjög nauðsynlegur; gott er
og að hreinsa hendur með grisju, vættri úr brennslu-
spritti eða hreinu benzíni.
Lýsólvatn 1—2% má líka nota til þess að hreinsa kring-
um sár og hendur þeirra, sem skipta umbúðum á sjúkling-
um, en sápuþvottur hreinsar bezt hendur. Gildir þessi
sárameðferð um öll sár. Kreinlætið bjargar lífinu. Sóða-
skapurinn drepur það.
Læknar standa nú svo óumræðilega betur að vígi í bar-
áttunni gegn fingurmeinum og afleiðingum þeirra síðan
vísindi nútímans fundu hin ágætu lyf, súlfalyfin, penicil-
lín og streptomycín, sem oft bæta hvert annað upp, og
hjálpa því við, sem áður var ekki hægt að bjarga. Þó að
þau séu góð, stundum sannkölluð kraftalyf, bjarga þau
engum undan hnífnum, þar sem ígerð er komin. Líkam-
inn þarf að losa sig við það, sem dautt er, það verður
fljótari bati á eftir, og læknirinn hjálpar sjálfum guði
og náttúrunni með hnífnum, lífinu og því, sem lífið stend-
ur í sambandi við og stafar frá.
Varnir gegn fingurmeinum:
Slíkan vágest, sem fingurmein eru oft og tíðum, eins
og frá hefur verið skýrt, ber að forðast, með öllum ráð-
um og afstýra þeim og útrýma, sé þess kostur. Hirða
Hcilbrigt líf
203