Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 90
handanna, blessað hreinlætið, gerir hér kraftaverkin, ef
rétt er farið að. Oft er erfiðast að skilja einföldustu sann-
indin og víða eiga þau erfitt uppdráttar. Handaþvottur
með heitu sápuvatni, einkum grænsápuvatni, undan hverri
máltíð, og mjög nákvæmur sápuþvottur að loknu erfiði,
er máttugasta og bezta varnarráðið. Hirða skal vel allar
sprungur og ákomur á höndum, og reyndar hvar sem er,
hreinsa vel eftir sápuþvott með grisju eða baðmull vættri
úr hreinu benzíni, kamfórusápuspíritus og brennsluspritti
eða snerta þau með joðáburði. Mýkja hendur með súlfa-
smyrslum, séu þær skorpnar, að ráði læknis. Gefa ber
gaum að kallmerki móður náttúru, verkjum, eymslum í
stungum eða sárum, sogæðabólgu, hætta fljótt vinnu
(borgar sig vel í 1—2 daga til að forða því að verða
handlama í jafnmarga mánuði), og hafa hönd í fatli;
heita bakstra rneðan ígerð er að afmarkast. Dauðhreins-
aðar umbúðir þurfa að vera til á hverju einasta heimili
og á öllum vinnustöðvum, til þess að láta við sár. Leita
skal læknis strax og við verður komið, draga það ekki,
ef verkir eru í fingri.
Undarlegt er, hve mörgum sést oft yfir það ágætasta og
bezta, einkum ef það er einfalt og getur verið í hvers
manns eigu, og vanmeta mestu gæði mannkynsins. Þrifn-
aður gerir kraftaverk ekki aðeins á þessu sviði til varnar
fingurmeinum, heldur alls staðar til varnar sjúkdómum.
Hreinlæti megnar ekki síður, heldur miklu fremur, að
útrýma fingurmeinum úr verstöðvum og hvar sem vera
skal, heldur en illkynjuðum blóðeitrunum og sóttum; og
það hefur hreinlætið gert, þar sem það er skilið og full
virðing sýnd.
204
Heilbrigt líf