Heilbrigt líf - 01.12.1947, Qupperneq 91
Barnlaus hjón
í ýmsum Evrópulöndum, t. d. í Frakklandi, Danmörku
og Þýzkalandi, var talið fyrir heimsstyrjöldina, að um
það bil fimmta hvert hjónaband væri barnlaust. 1 Svíþjóð
er það svo nú, að ein hjón af hverjum átta eignast ekki
barn. Hér á landi eru barnlaus hjónabönd um 13%.
Sá misskilningur hefur löngum ríkt, að sökin, eða rétt-
ara sagt orsökin, væri oftast nær hjá konunni, og hún
þá nefnd óbyrja. En með vísindalegum rannsóknum sér-
menntaðra lækna hefur nú verið sýnt fram á, að þó að
eiginmaðurinn sé fær tii samræðis, er sæði hans stund-
um ófrjótt. Þegar öllu er á botninn hvolft, er því útkom-
an sú, að ástæðan til þess, að konan verður ekki barns-
hafandi, liggur allt eins oft í vöntun hjá eiginmanninum
eins og hjá konunni.
Það fellur mörgum hjónum þungt að eignast ekki af-
kvæmi, því að hljóður er barnlaus bær. Oft eru tekin börn
til fósturs. Stundum skilja hjón af þessum sökum og get-
ur þá annar rnakinn eignazt barn í nýju hjónabandi.
En það er enn ein leið út úr ófrjóseminni — sem sé
sæðing. Ef sæði eiginmannsins reynist ófrjótt, og sam-
komulag verður milli hjónanna um að leysa vandann á
þann hátt, er það tiltölulega einföld læknisaðgerð að dæla
sæði annars manns inn í burðarleg konunnar, og getur
hún þá orðið barnshafandi, eins og samfarir hefðu átt
sér stað með eðlilegum hætti.
Kunnur sænskur kvensjúkdómalæknir, dósent Sam
C í a s o n, hefur nýlega látið kvennablaðinu Idun í té lýs-
ingu á því, er hér um ræðir, og leyfir ritstj. sér að taka
hér ágrip af því.
Sæðing — insemination — er mjög notuð af dýralækn-
Heilbrigt líf 205