Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 92
um. Þeir hafa útbúnað til þess að ná sæði úr kynbóta-
nautum; fara svo á þau bóndabýli, þar sem kýr beiðir, og
sprauta 1 rúmsentimetra af sæðinu inn í kúna. Hún kelf-
ist þá engu síður en, þó að tarfurinn hefði verið sóttur.
Þetta er líka notað við sauðfé.
Sæðing kvenna gerist með hliðstæðu móti. Læknisfræði-
lega tekið er sjálf aðgerðin ekki vandasöm. En málið er
þó ekki einfalt,'því að mjög nákvæm rannsókn verður
fyrst að fara fram á sæði eiginmannsins, og það er ekki
á færi annarra en sérfræðinga. Enginn læknir tekur að
sér sæðing konu nema það sé með vitund og samþykki
maka hennar. Það er reynsla læknanna, að eiginmenn séu
stundum ekki svo auðveldir viðskiptis í þessum efnum.
Mennirnir taka þeim úrskurði að jafnaði með minni still-
ingu en konan, að sínu leyti, að læknirinn telur þá ófrjóa.
Sé nú samkomulag um þannig lagaða frjóvgun kon-
unnar, — enda reynist kynfæri hennar heilbrigð við
læknisskoðun, — er eftir að ná sæði úr vel völdum karl-
manni. Að jafnaði er ætlazt til, að hjónunum sé ókunnugt
urn frá hverjum það stafar. Og eins er ekki látið neitt
uppskátt við þann, sem lætur sæðið í té, handa hverri
það er notað. Hann afhendir það lækninum — fyrir þókn-
un, líkt og menn láta úr sér blóð til lækninga — en lækn-
irinn notar síðan sæðið sem honum sýnist. Svo mikið sæði
fellur til við hvert sáðfall, að það nægir að jafnaði til
frjóvgunar 4—5 kvenna.
Það koma ýmis sjónarmið til greina við val sæðisins,
t. d. hvort það skuli tekið úr skyldmenni eiginmannsins,
hvort blanda skuli saman úr fleiri mönnum o. s. frv. Dr.
Clason notar að jafnaði sæði úr læknanemum, sem vegna
menntunar sinnar um þessi efni, líta á þessa athöfn meira
blátt áfram en gengur og gerist.
Sæðingin er framkvæmd með tilliti til þess tíma, er
konan hafði síðast á klæðum, þegar læknirinn telur mest-
ar líkur til þess, að hún verði ófrísk. Stundum er aðgerð-
in endurtekin í nokkur skipti.
En hvað er nú að segja um börn, sem þannig eru til
komin? Eru þau frábrugðin þeim, er verða til eftir eðli-
legar samfarir manns og konu? Slíkt hefur ekki reynzt.
Börnin eru í alla staði „vel af guði gerð“.
206
Heilbrigt líf