Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 94
að fólksíjöldinn er um 400 milljónir. Svo telst til, að um
100 þús. sjúkrarúm séu til handa þessum fjölda.
f sjúkrahúsi sænska trúboðsins í Tirupattur (13 þús.
íb.) eru rúm fyrir 110 sjúklinga. Auk þess er daglega
tekið á móti um 200 sjúkl., sem eru utan spítalans. Mjög
eru þar stundaðir sjúklingar með augnsjúkdóma, sem oft
orsakast af syfilis eða lekanda. Líka koma þeir til af bólu-
sótt eða vítamínskorti o. fl. Það er reynt að kenna þeim,
sem misst hafa sjónina, einhverja iðn. En þeim vill þó
ganga böslulega að bjargast á eigin spýtur, enda er það
ævagömul hefð, að þeir blindu gerist beiningamenn.
Eins og nærri má geta, leikur berklaveikin mikið til
lausum hala, og bágar ástæður til þess að fá við hana ráð-
ið, þar sem félagsleg skilyrði eru svo erfið og stéttamunur
geysilegur. Lærðar hjúkrunarkonur eru svo fáar, að
heilsuverndarstarfsemi getur ekki gætt svo um muni.
Talið er, að ein lærð hjúkrunarkona komi á ca. 56 þús.
íbúa, líkt og var hér á landi fyrir 30 árum. Til saman-
burðar má geta þess, að nú kemur 1 sænsk hjúkrunar-
kona á hverja 650 íbúa.
Verulegar umbætur á heilsufari Indverja virðast eiga
langt í land. Heilsuvernd í nútíma skilningi getur vart
átt sér stao nema samfara alþýðumenntun og velmegun.
En málið er erfitt, þegar ekki eru læsir nema 12% þjóðar-
innar, og þar sem hungurvofan ógnar fólkinu í sífellu.
Trúboðunum hefur tekizt að kristna 8 millj. manns.
Mislit lijörð
Þjóðerni Júgóslava er mjög sundurleitt. Þar kennir svo
margra grasa, að í skólum þessarar ríkjasamsteypu er
kennt á 15 tungumálum.
Ríkið deiiist nú í nokkur lýðveldi, aðallega eftir þjóð-
erni og trúarbrögðum. Lýðveldi Slóvena er nyrzt, en þá
Króata. Fólkið á þessum slóðum er kaþólskrar trúar, en
hvor þjóðin hefur sitt tungumál. Báðar nota latneskt
letur. Þriðja í röðinni er Serbía, kaþólskt land. Serbar
mæla á svipaða tungu og Króatar, en letrið má heita það
208
Heilbrigt líf