Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 97
ER UNNT AÐ KOMA í VEG FYRIR, AÐ RÖRN
FÆÐIST MEÐ LÍKAMSLÝTI?
Þessari spurningu rnunu flestir læknar hafa svarað
neitandi fyrir fáeinum árum síðan. En nýrri birtu hefur
verið brugðið upp, sem ætti að geta varnað þessari ógæfu
frá margri móður. Fyrir þrem árum síðan bentu Ástralíu-
læknar fyrstir manna á, að barnshafandi kona, sem sýkist
af rauðum hundum, kunni af þeim orsökum að
eignast vanskapað barn. Einkum var getið um blindu í
börnunum, og talið víst, að þetta stafaði af því, að virus
það, sem sóttinni veldur, berist til fóstursins og valdi
ti'uflun á eðlilegum þroska þess. Frá Ameríku heyrðust
raddir, sem staðfestu þessar grunsemdir, en tæplega þótti
samt sannað, að þessi væri orsökin.
1 brezku læknariti birtist nýlega mjög athyglisverð
grein um þetta efni eftir R. Sanderson. Þessi læknir á
6 ára gamla dóttur, sem er heyrnar- og mállaus. Slík
börn eru fædd heyrnarlaus, en verða einnig mállaus vegna
þess, að þau heyra aldrei málið. Læknirinn segir frá því,
að móðir þessarar stúlku hafi sýkzt af rauðum hundum,
er hún hafði gengið með hana í þrjá mánuði. Litlu stúlk-
unni var komið fyrir í ágætum skóla. Þar voru 15 dauf-
dumb börn „öll á sama aldri og öll, að því er virtist, af
völdum sömu farsóttarinnar, rauðum hundum, sem gekk
1940“. Við eftirgrenslan kom í ljós, að 13 af mæðrum
þessara barna höfðu fengið rauða hunda á fyrstu mán-
uðum meðgöngutímans. Líkindin fyrir því, að rauðir
hundar geti valdið bólgu og samvöxtum í eyra (og aug-
um) fóstursins eru svo mikil, að kona, sem á fyrstu mán-
uðum meðgöngutímans fær rauða hunda, hefur fulla
ástæðu til að athuga möguleikann á því að láta eyða
fóstrinu. En þar sem vitað er, hve hættuleg þessi sótt,
sem annars er svo meinlaus, getur reynzt fóstrinu, ættu
Heilbrigt líf
211