Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 101
ÍSLENZKT HEILSUFAR
HeilbrigÖisskýrslur ársins 1943.
Samdar af landlækni. 214. bls. Rvik. 1947.
Þessi síðasta árbók landlæknis um heilsu þjóðarinnar
birtist í febrúar þ. á. og hefur að vanda mikinn fróðleik
að geyma. Heilbr. Líf mun halda uppteknum hætti, og
leyfir sér að birta ágrip af því, sem helzt má vænta, að
varði almenning. Verkið er samið eftir skýrslum héraðs-
lækna og öðrum heimildum.
Almenn afkonta 1943.
Vegna ófriðarins var veltiár til lands og sjávar. Menn
greiddu skuldir sínar, en höfðu að auki nóg fé handa á
milli. En það voru skuggahliðir á hagsældinni. Þeim ann-
mörkum er lýst í fáum en skýrum dráttum í athugasemd-
um nokkurra héraðslækna.
Úr Dalahér.: „Fjárhagsleg afkoma góð, nógir pening-
ar, og skuldir munu vart þekkjast lengur, en ekkert gert,
sem ekki er von, því að bæði skortir efni og vinnukraft,
og búin ganga saman“.
Úr Flateyrarhér.: „ ... húsfreyjur með hendur fullar
fjár, en húsið af börnum, eru að gefast upp og glata gleði
sinni vegna hjálparleysis ... þær missa heilsuna, og kom-
andi kynslóð verður vanrækt ...“
Norðfjarðarhér.: „ ... Allir hafa nægilegt fé handa í
milli, og er daglegt líf manna eftir því. Almenningur
þarf ekki að neita sér um neitt í mat, drykk né klæðnaði
og gerir ekki heldur. Margir laga líka í kringum sig í
híbýlum sínum“.
Ileilbrigt lif
215