Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 102
Vestmannaeyjar: Vinnufæru fólki ekki vorkenn-
andi. Þeir, sem búnir voru að slíta kröftum, áður en þessi
ógnaralda skall yfir landið, eiga margir um sárt að binda,
því að háa kaupið rennur ekki til þeirra, sem óvinnu-
færir eru“.
Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
í árslok 1943 var fólksfjöldinn 125 967 (’42: 123 996).
Lifandi fæddust 3170 (3024) börn eða 25,4%0. Andvana
fæddust 64 börn. Manndauði 1268 eða 10,l%o. Landlæknir
segir um manndauðann (bls. 16) : „ .. . Það ber almennu
heilsufari gott vitni, að þrátt fyrir mikið sóttarfar var
dánartala ársins með lægsta móti (10,1%0). Er það því
eftirtektarverðara sem slysadauði ársins var með lang-
mesta móti ...“
Ungbarnadauðinn var 30,3%o, en 51,6%0 árinu áður. Á
1. ári dóu sem sé 96 börn, en 156 árið 1942, þegar kík-
hóstinn gekk yfir. Árið 1943 gerði hann sama og ekki
vart við sig.
Hjónavígslur voru nokkru færri en árinu áður eða 982
(’42: 1076). Væri ekki rétt að geta líka hjónaskilnaða?
f skýrslunum flokkar landlæknir í röð 10 hinar algeng-
ustu dánarorsakir, og eru þær þessar:
Krabbamein ...................... 194
Ellihrumleiki ................... 154
Slys ............................ 139
Hjartasjúkdómar ................. 127
Heilablóðfall ................... 124
Berklaveiki ..................... 106
Lungnabólga ...................... 67
Ungbarnasjúkdómar ................ 41
Inflúenza ........................ 36
Nýrnabólga ....................... 23
Önnur og óþekkt dauðamein....... 257
Hcilbrigt líf
216