Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 103
Óþekkt dauðamein, sem teljast í síðasta flokki, voru 34.
Héraðslæknar geta mannfækkunar í 15 héruðum. Fólkið
flyzt til stærstu kaupstaðanna.
Sóttarfar.
Sjúkfellt var með meira móti, þó að manndauði væri
minni en venjulega. Ýmsar farsóttir gengu yfir landið,
svo sem inflúenza, mislingar, hettusótt, skarlatssótt o. fl.
Farsóttir.
Kverkabólga er talin í 5608 sjúklingum. ,,Hin nýju
súlfalyf þykja gefast vel við kverkabólgu“.
Miklu minna um kvefsótt en undanfarin ár, taldir fram
14 086 sjúklingar. f Fljótsdalshéraði var kvefið þó við-
loða allt árið. „Sökum fólksfæðar á heimilum verða full-
orðnir að annast störf sín, þótt lasnir séu“. Það verður
mikið afreksverk, þegar lyflæknunum tekst að finna lyf,
sem slær kvef fljótt niður.
Barnaveiki kom upp í Hóls-, ísafj.-, Hornafj.- og Vest-
mannaeyja-héruðum. Var kveðin niður með sóttvarnaráð-
stöfunum og bólusetningum, enda voru þær víða um hönd
hafðar, þegar fréttist af veikinni. í Rvík var t. d. bólu-
sett 2041 barn; í Vestm.eyjum um 900. — Þeir, sem svart-
sýnastir eru um heilsufar núlifandi kynslóðar, trúa því,
að „hrörnunarsjúkdómar“ séu að ríða þjóðinni að fullu,
treysta lítt á lyf og læknisdóma nútímans og hyggja, að
allt hafi „luckulegar og betur til gengit“ í gamla daga,
mættu gjarnan hugleiða, hvernig ástatt var í barnaveiki-
faröldrum á öldinni, sem leið, þegar ekki var óalgengt, að
fleiri systkini en eitt stæðu uppi, er dáið höfðu af þessari
veiki. Nú má að jafnaði verjast drepsóttinni með bólu-
setningum, en hjálpa oft og einatt með blóðvatnslækning-
um, þegar veikin kemur upp.
Eitt hið merkasta í frásögn skýrslnanna um farsóttir
Heilbrigt líf 217