Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 104
er það, að taugaveiki gerði ekki vart við sig á þessu ári.
Um það farast landlækni svo orð: „Þetta er sögulegt ár
að því leyti, að enginn er skráður með taugaveiki, og því
heldur sem telja má nokkurn veginn víst, að enginn hafi
veikzt af taugaveiki á árinu. Hefur slíkt ekki komið fyrir
síðan tekið var að skrá farsóttir reglulega, og má hafa
fyrir satt, að landið hafi ekki áður verið taugaveikislaust
í heilt ár, síðan sögur hófust“. Landlæknir telur, að ekki
vanti nema herzlumuninn til að losna að fullu við þennan
„smánarkvilla“. En sífellt syngja heilsutrúboðar vorir
sama raunasönginn um, að heilsu þjóðarinnar fari hnign-
andi. — Landlæknir nefnir taugaveikina „smánarlegan“
kvilla, þar eð sú veiki þykir prófsteinn á þrifnað og holl-
ustuhætti þjóðanna.
Heilbrigðisskýrslur síðustu ára bera með sér, að inflú-
enza geisar staka árið (1935, ’37, ’39, ’41, ’43). Hvers
vegna? Nú voru sjúkl. nálega 13 þús. og dóu 36.
Mislingar gengu yfir landið og veiktust 6616 menn.
Eins og gengur, lagðist veikin oft þungt á fullorðið fólk,
enda sumt komið á gamals aldur. Mislingadauðinn var þó
ekki nema 2,7%o, en 7,1%0 í faraldrinum 1936—’37. Margir
héraðslæknar notuðu til lækninga blóðvatn, tekið úr fólki,
sem var í afturbata eftir mislinga, og virtist veikin þá oft
leggjast létt á. Landlæknir hyggur þó, að hæpið sé að
þakka blóðvatnsgjöfinni lækkun manndauðans. Súlfalyf
munu hafa gert sitt gagn gegn lungnabólgunni, sem er
hættulegur fylgifiskur sóttarinnar.
Hettusótt. Landlæknir bendir á, að hettusótt virðist
þurfa 3 ár til umferðar um landið. Veikin er langdregin
í sumum, ekki sízt þegar sá hvimleiði fylgikvilli kemur
fyrir, að hún hleypur niður í piltum og veldur eistna-
bólgu. (Skv. nýjum, vísindalegum rannsóknum virðist
þessi kvilli stundum gera karlmenn ófrjóa). Sjúklingar
voru alls 601.
218
Heilbrigt líf