Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 106
syfilis, voru og flestir í Rvík, en þar næst í Norðfjarðar-
héraði. — Mjög hafði nú dregið úr þessum sjúkdómi, eins
og skráin um sjúklingafjöldann ber með sér. — Skýrsla
Hannesar Guðmundssonar, húð- og kynsjúkdóma-
læknis, sýnir, að hættast við syfilissmitun er ungum karl-
mönnum, sem eru í siglingum til enskra hafnarborga.
Læknirinn getur þess, að aðvaranir, sem heilbrigðisstjórn-
in lét festa upp í íslenzkum skipum um smithættu í þess-
um borgum, hafi aðallega komið að gagni í byrjun, en svo
farið þverrandi. — Landlæknir tekur eftirfarandi upp
eftir héraðslækninum í Norðfjarðarhéraði: „Þegar sigl-
ingar með ísfisk til Englands fóru að tíðkast héðan, voru
skipstjórnarmönnum bráðlega fengnar í hendur auglýs-
ingar, sem festa skyldi upp í skipunum, ásamt nægilegum
forða af leiðbeiningum um kynsjúkdóma. Auglýsingarnar
munu óvíða hafa verið í augsýn skipshafnar og líferni
íslendinganna í hafnarbæjunum tálmunarlítið óhóf og
drykkjuskapur, enda óvanir bæjarlífi og flatir fyrir pút-
unum. Það fór því svo, að brátt fór að bera á kynsjúk-
dómum, einkum syfilis ..— Úr Vestmannaeyjum segir:
„Kynsjúkdómar mega teljast hér viðloðandi“.
Sem betur fer, eru nútíma lyf fljótvirk gagnvart þess-
um kvillum, ef menn þá leita læknis í tæka tíð.
Berklaveikin.
Dánartölur um einn áratug:
Ár: ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42 ’43
Dánir: .... 165 149 157 155 106 94 104 120 104 106
í skýrslu berklayfirlæknis segir, að 23 297 röntgenrann-
sóknir hafi farið fram í 15 læknishéruðum. — Læknar á
Vestfjörðum segja frá þvermóðsku smitandi berklasjúkl-
inga gegn því að fara að heiman á hæli, enda sýktu þeir
út frá sér heima fyrir.
220
Iieilbrigt líf