Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 107
Holdsveilcir eru taldir 19 menn, 14 í Kópavogshæli, en
5 í héruðum. Ekki er þess getið, hvers vegna þessir 5
menn eru hafðir utan spítala.
Héraðslæknar telja fram 30 sullaveika menn, en rönt-
genskoðanir sýna, að æði miklu fleiri hafa í sér leynda
sulli. Úr Blönduóshéraði er getið 48 ára gamals manns
með sullaveiki. Annars eru að heita má allir komnir á
sjötugs aldur og þar yfir. I Dalasýslu og Miðfjarðarhér-
aði er getið um áberandi mikið af sullum í sláturfé, vænt-
anlega netjusullir.
Geitur fundust í einni konu um sextugt. Sjúkdómurinn
fannst af tilviljun, því að konan datt á hálku og skarst
á höfði. Læknirinn varð þá sjúkdómsins var. Konan var
læknuð með röntgengeislum í Landspítalanum.
Kláðinn (scabies) er landplága; taldir 645, en vafalaust
vantalið, enda getur Seyðisfjarðarlæknirinn þess, að kvill-
inn muni leynast. „Kláði er að verða héraðsplága“, segir
úr Vopnafjarðarhéraði. I sundurliðaðri skrá landlæknis
(tafla V) sést, að mest ber á kláða í ísafjarðarhéraði,
152 kláðasjúklingar (89 í Rvík). Ríkisvaldið skipuleggur
kláðalækningar á sauðkindum, en lætur kláðann í mann-
fclkinu leika lausum hala. „Margt er skrítið í Harmóníu",
sagði kerlingin. Hannes Guðmundsson, húðsjúkdómalækn-
ir, hefur borið fram hugmynd um að koma upp kláða-
lækningastöðvum að erlendri fyrirmynd, þar sem fólk er
læknað í snarkasti og fatnaður þess sótthreinsaður um
leið. Heilbrigðisstjórnin hefur ekki sinnt þessari tillögu.
Krabbamein.
Dánartölur 1984—1943:
Ár: ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42 ’43
Dánir: .... 141 147 140 156 141 157 148 189 162 194
Heilbrigt líf
221