Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 108
Algengast var krabbamein í maga (65 karlar, 40 konur,
alls 105), brjósti (36 konur, 2 karlar), ristli (13), vélindi
(12) og burðarlegi (10).
Kvillar skólabarna.
Það er alltaf fróðlegt að lesa þennan kafla í Heilbrigðis-
skýrslunum.
Vel mun vakað yfir því, að berklaveik börn séu ekki
höfð innan um þau heiibrigðu, og á ári hverju er nokkr-
um vísað frá kennslu af þeim sökum. Á þessu ári (1943)
voru þau 17. — Öðru máli gegnir um lúsina. Óþrifabörnin
fá að vera kyrr, enda mundi sums staðar strjálast í skóla-
stofunum, ef þau væru tínd frá. Lúsug reyndust 1609
börn, en alls náði skoðunin til 13 638 barna. Það nemur
11,8%; en árinu á undan nam það 12,9%. Einu læknis-
héruðin, þar sem ekki er talin fram lús, voru Reykhóla-,
Reykdæla- og Síðuhéruð. Engar skýrslur um skólaskoðun
bárust úr Öxarfjarðar-, Þistilfjarðar- og Hróarstungu-
héruðum. Það er ekki að furða, þó að héraðslæknirinn í
ísafjarðarhéraði taki svo til orða: „Seint sækist róður-
inn“ út af útrýmingu lúsarinnar, því að í því læknis-
héraði voru óþrifin í flestum börnum (146). Þá koma
Sauðárkróks- (128) og Akureyrarhéruð (121). f Reykja-
vík voru börnin ekki nema 75, og má það heita góð út-
koma, miðað við mannfjölda. Blönduós-læknir telur lús
fara stórum minnkandi í því héraði. —
Einkennilegt er, að í Laugarnesskóla í Rvík (635 börn)
finnast sjóngallar hjá aðeins 9 börnurn, en í Miðbæjar-
barnaskólanum (1533 börn) hjá 237.
Það gegnir furðu, hve þrifnaður og hollustuhættir geta
verið misjafnir í sama læknishéraðinu, þótt ekki sé það
víðlent, og leyfir ritstj. sér að taka upp orðréttan eftir-
farandi kafla, sem landlæknir birtir úr skýrslu læknisins
í Flateyrarhéraði:
222
Ueilbrigt líf