Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 110
eru öll of lítil, óvistleg og illa við haldið, einkum í sveit-
um .. I Dalahéraði þurfti héraðslæknirinn að banna 2
skólastaði; þóttu ekki viðhlítandi. Um leikfimishúsið við
barnaskóla Hafnarfjarðar segir læknirinn: ,, . . . Þar er
bað, en ekkert salerni eða mígildi, svo að ungir og gamlir
nota afrennslið í gólfinu, þá er við þarf. Húsið er jafn-
framt notað fyrir íþróttaflokka Hafnarfjarðar". Þannig
var ástatt 1943.
ASsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Læknisferðir voru til uppjafnaðar 142,5 í héraði.
Ferðirnar voru 391 í Akureyrar-, 381 í Eyrarbakka-, 220
í Borgarness-, 212 í Borgarfjarðar- og 200 í Keflavíkur-
héraði; færri annars staðar. Eyrarbakkalæknirinn ferðað-
ist fulia 12 þús. km. Héraðslæknar láta vel af að aka í
jeppabílum. I Dölum hefur reynslan orðið sú, að þeir
komist hvarvetna þar, sem fært er með hestkerru.
Almenn sjúkrahús eru talin 43 (tafla XVII), en 15
þeirra voru ekki starfrækt, og eru það sjúkraskýli, ætluð
fáum sjúklingum. Legudagar í sjúkrahúsum og heilsu-
hæium voru 3,2 á hvern mann í landinu. Helztu sjúkdóm-
ar (fæðingar munu með taldar) voru þessir: Fæðingar
og fósturlát 12,6%, slys 7,3%, berklaveiki 5,4%, íarsóttir
5,0%, krabbamein og aðrar iilkynjaðar meinsemdir 3,0%.
— I sjúkrahúsin lögðust miklu fleiri konur en karlar.
Flestir legudagar voru í Landspítalanum, eða 51 793. —
Sú nýbreytni var upp tekin, að gömlum konum af Kleppi,
með langvinna geðveiki, var komið fyrir í Stykkishólms-
spítala.
Augnlæknarnir.
Kristján Sveinsson, Helgi Skúlason, Bergsveinn Ólafs-
son og Sveinn Pétursson ferðuðust um landið á vegum
heilbrigðisstjórnarinnar, og var víðast mikið að gera, enda
224
Heilbrigt líf