Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 111
víðstaða að jafnaði stutt. Á Vestfjörðum leituðu 715
sjúklingar læknisins (Kr. Sv.), en 528 á Austfjörðum
(Bergsv. Ól.). Ætíð koma talsvert margir menn í leit-
irnar með glákublindu, t. d. 12 norðanlands (H. Skúlas.).
Misjafnlega gengur að fá þá til aðgerðar í sjúkrahúsi,
enda eiga sumir ekki heimangengt, eða eru misjafnlega
áhugasamir um lækningarnar. Um það atriði farast Berg-
sveini Ólafssyni, augnlækni, þessi heimspekilegu orð:
,.... menn eru misjafnlega nægjusamir með sjónina eins
og önnur gæði lífsins".
Barnsfarir.
Árið 1943 fæddust 3170 lifandi börn, en 64 andvana,
Þessar voru helztu aðgerðir lækna við fæðingar (tafla
XIV): Barni var snúið 11 sinnum, en 33 börn tekin með
töngum. I 14 skipti gerðu læknar keisaraskurð, en fylgju
var náð hjá 21 konu. í eitt skipti náðust lifandi tvíburar
með keisaraskurði (í Akureyrarspítala). I Vestmanna-
eyjum var keisaraskurður gerður í 2 skipti. Héraðsl. getur
þess, að konur telji þreytu, þvotta, ofreynslu og ferðalög
tíðast orsakir til, að þær missi fangs. Læknirinn segir,
að sumar konur hafi tröllatrú á blóðbergi til þess að losa
um fóstur; fái þær af því uppsölu og niðurgang, en
árangur óviss.
Fóstureyðingar skv. lögum voru gerðar á 48 konum;
í 14 skipti voru þær framkvæmdar meðfram af félagsleg-
um ástæðum. Berklaveikar voru 17. Tvö dæmi um erfiðar
kringumstæður:
a) Kona 37 ára; býr með sjómanni. Komin 7 vikur á
leið. 8 fæðingar á 8 árum . .. Konan er nýlæknuð af
syfilis. Maður hennar heilsulaus.
b) 35 ára ekkja, komin 6—8 vikur á leið. 7 fæðingar
á 7 árum. 6 börn (13, 12, 10, 9, 6 og 2 ára) á framfæri
Heilbrigt lif — 15
225