Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 112
konunnar ... Fyrirvinnulaus og fjárhagsástæður lélegar.
Fær meðgjöf með börnunum úr ekknasjóði.
Vönuníóríram á 4 konum (niðurfallssýki, geðveiki o.fl.).
Slysfarir og sjálfsmorð.
Á síðasta áratug gerðist það, sem hér segir:
Ár: ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42 ’43
Slysadauði: 55 90 102 51 75 55 93 195 117 127
Sjálfsmorð: 12 8 15 9 15 12 12 8 13 12
Sjórinn er stórtækastur til mannslífanna, en þar næst
kveður mest að ökuslysum. Með m/s „Þormóði" fórust
31. Stórslys verða reyndar líka á landi, því að í Vest-
mannaeyjum létust 9 af að drekka sjórekið methylalkohol
á þjóðhátíð eyjaskeggja. Ekki mundu bannlög afstýra
slíkum voða. Einn maður, sem lifði eitrunina af, varð
steinblindur. í Rvík brenndust 53 menn, en 16 hrygg-
brotnuðu. 2 aðrir (Sauðárkróks- og Akureyrarhér.) fengu
og þann áverka, en vafalaust eru nokkrir vantaldir með
hryggbrot. Manni úr Flateyrarhér. blæddi til ólífis. Fór
í vír á togara og missti fótinn fyrir ofan hné. Blóðstöðv-
unarband var ekki til á skipinu, og var því notazt við
kaðalspotta, sem rann fram af sárbrúninni að aftan; við
það slaknaði á bandinu og blæddi stöðugt alla leið í land.
Lítið er yfirleitt um slys í sveitum, en þó urðu 4 dauða-
slys í Fljótsdalshéraði; mennirnir voru á ferðalagi. Það
getur komið sér vel að kunna hjálp í viðlögum. Dæmi:
1 Grímsneshér. tók drengur orf og fór að slá, en kastaði
því svo frá sér það ógætilega, að ljárinn stakkst djúpt í
lærið, neðan við sitjandann, svo að blóðgusa úr slagæð
spýttist úr sárinu. Viðstaddur maður, sem hafði verið á
námskeiði og lært hjálp í viðlögum, reyrði með snæri um
lærið ofan við áverkann og tókst að stemma blóðrásina,
þangað til læknirinn kom til sögunnar.
226
Heilbrigt líf