Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 113
Tilefni til slysa eru óteljandi. í kaupstað á Austurlandi
var „kona að stilla til friðar milli manns síns og annars
manns, er sá síðari ætlaði að koma höggi á hinn, en mið-
unin var ekki betri en svo, að það lenti á vanga konunn-
ar“. Á Suðurnesjum nefbrotnuðu 2 menn í áflogum. Hér
á það ekki við, sem oft er talið, að maður sé manns
gaman.
Þessi beinbrot voru tíðust: Framhandleggur (radius)]
rétt ofan við úlnlið 69, rif 47, upphandleggur 47, fingur-
brot 30, lær 59, viðbein 27, fótleggur 26, öklar 31, haus-
kúpubrot 16. í 24 skipti fóru menn úr axlarlið. Samtals
er skýrsla um 554 beinbrot og liðhlaup.
I kaupstöðum eru iðnaðarslys alltíð. Því miður slasast
eigi allfáir vegna ölvunar.
Heilbrigðisstarfsmenn.
Læknar búsettir hér á landi og með lækningaleyfi eru
taldir 156; koma 812 íbúar á hvern lækni. Eigi allfáir
voru við nám erlendis eða hafa þar fast aðsetur. Tann-
læknahörgull er mikill — ekki nema 21. 1 töflu I er fróð-
legt yfirlit um alla heilbrigðisstarfsmenn. Þar eru þó að-
eins tölur þeirra tannlækna, tannsmiða og nuddara, er
hafa lækningastofur. Virðist, að vel færi á því að telja
fram alla, sem hafa menntazt í þessum greinum og starfa
að þeim, hvort sem þeir vinna sjálfstætt eða ekki. Þannig
eru t. d. taldir allir læknar, hvernig sem atvinnuháttum
þeirra hagar til.
Sjúkrahús.
Eins og áður er getið, voru nokkur almenn sjúkrahús
ekki starfrækt eða áttu í ýmsum erfiðleikum. Það eru
daprar fregnir héraðslæknanna um þau atriði. Dalahérað:
„Sjúkraskýlið var ekki starfrækt á þessu ári. Sjálfur
hafði ég engin tök á því, og sýslan vildi eða gat þar
Heilbrigt líf
227