Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 114
hyergi nærri komið. Var það ráð tekið, að leigja hinum
nýja kaupfélagsstjóra skýlíð til íbúðar í eitt ár, enda var
hann í vandræðum með húsnæði“. Flateyrarhérað: „Hér-
aðið er sjúkraskýlislaust og læknirinn húsnæðislaus".
Ögur: „Sjúkraskýlið ekki starfrækt á árinu“. Fljótsdals-
hérað: „Sjúkraskýli héraðsins ekki notað ... Orsök kven-
fóiksekla". Grímsnes: „Sjúkraherbergið ekkert notað
þetta ár“. Norðfjarðarhérað: „Svo er að sjá og heyra, að
flestum þyki skömm og skaði að sjúkrahúsleysinu nema
bæjarstjórn". Daprar fréttir.
í Blönduóshéraði voru erfiðleikarnir það miklir, segir
héraðslæknirinn, „svo að kona mín varð að bæta því á
sig að sjá sjúklingum fyrir fæði allt árið“. Þó helzt
lækninum vel á fólki, því að sama klinikstúlkan og
þvottakonan starfa sífellt við sjúkrahúsið. Héraðslæknir-
inn telur fjarri sanni, að fjórðungsspítalar geti komið í
stað sjúkrahúsa í mannmörgum héruðum. En þau þurfa
helzt að geta tekið á móti fólki 1) til uppskurðar vegna
bráðra sjúkdóma, 2) sængurkonum og 3) örvasa gamal-
mennum. Þetta er álit læknisins, sem er vel reyndur í
starfi sínu.
Ólafsfjarðarhérað: Sjúkrahúsið rekið einungis til 11.
Júní. Þá fór hjúkrunarkonan, en engin fékkst í staðinn.
Læknirinn bætir við þeirri árlegu fregn, að enn á ný hafi
byggingameisturum hins opinbera misheppnazt að ráða
niðurlögum þaklekans á læknisbústað og sjúkraskýli.
Heilsuvernd. Sjúkrasamlög.
Alls voru 44 949 meðlimir sjúkrasamiaganna og nam
það 36% landsmanna.
Umsvifamesta heilsuverndin fer fram á stöðinni í
Reykjavík, og hefur hún með höndum, í sambandi við
hjúkrunarfél. „Líkn“: 1) berklavarnir, 2) ungbarnavernd,
3) bólusetningu við barnaveiki, 4) eftirlit með barnshaf-
228
Heilbrigt lif