Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 116
með lokið störfum ráðsins, er þessir menn skipuðu: Vilm.
Jónss., landl., formaður, dr. Júlíus Sigurjónss., próf. N.
P. Dungal, yfirl. Sig. Sigurðsson, yfirl. Jóhann Sæmunds-
son, Þorst. Þorsteinsson, hagstofustj. og Vilhj. Þór, þá-
verandi bankastjóri.
Sumardvöl kaupstaðabarna.
Á vegum Rauða Kross íslands voru vistuð 457 börn
á 8 sumardvalaheimilum í sveitum.
Húsakynni. Þrifnaður.
Það mun ekki ofmælt af landlækni, að húsnæðismálin
séu sem fyrr mikið vandræðamál. Héraðslæknirinn í
Reykjavík segir: „ ... Miklar og sífelldar umkvartanir
hafa borizt mér, og hef ég gefið 33 vottorð á árinu við-
víkjandi ófullnægjandi eða óhollu húsnæði. Þetta er þó
alls enginn mælikvarði á það mikla ófremdarástand, sem
í húsnæðismálunum ríkir, né heldur á það, hve mikið er
af óhæfum og ofsetnum íbúðum, því að allur fjöldinn, og
það oft einmitt þeir, sem bágast eiga, leita aldrei til mín,
vegna þess að reynslan sýnir, og þeir vita það, að engar
úrbætur er hægt að fá, hversu slæm sem aðbúðin er. Og
svo hitt, að margir þykjast góðir, ef þeir fá þak yfir höf-
uðið, þó að það geti eklíi talizt mannabústaðir, og þora
síðan ekki að hreyfa þeim málum af ótta við, að verra
kunni að taka við“. Þarna var raunasaga.
Það má telja til mikils þrifnaðar og menningarauka, að
vatnsveitur og fráræsla hafa komizt á, að öllu eða nokkru
leyti, í ýmsum kauptúnum, t. d. á Akranesi, í Borgarnesi,
á Patreksfirði, Flateyri, í Bolungavík og Dalvík. Sem
betur fer, er bersýnilega vaknaður áhugi um skólpveitur,
jafnframt vatnsveitum. En kaldrifjaður hefur hann verið
230
Heilbrigt líf