Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 117
verkfræðingurinn, sem réð skólpræsinu á Flateyri. Hér-
aðslækninum þar farast svo orð: „ ... safnar það (ræsið)
saman óþverranum úr mörgum húsum í eina æð, sem opn-
ast út á sandinn fram með höfuðgötu þorpsins, en á þess-
um sandi leika börnin sér ...“
Hægt og bítandi ganga salernismálin í sveitunum.
Menn kjósa víða að fara í fjósið eða ganga örna sinna
undir beru lofti. Héraðslæknir Dalamanna minnist hins
„hörmulega salernisleysis í héraðinu". Læknirinn í Bol-
ungavík upplýsir, að í nágrannahéraði hafi vatnssalerni
handa almenningi verið skemmd af mannavöldum. Má
segja, að lítið leggist fyrir þá kappa, sem þar eru að
verki. Úr Þistilfjarðarhéraði segir læknirinn um vanhús-
in: „Þörfin fyrir þau virðist þar vera óþekkt hugtak“. —
Vopnafjarðarlæknirinn: „Salerni vantar víða, lús og kláði
halda furðulega velli, og almennur þrifnaður hefur ekki
vaxið í réttu hlutfalli við aukna velmegun“. — Úr Fljóts-
dalshéraði: „Salerni eru fágæt“.
Lúsin er lífseig og er víða friðhelg í lýðveldinu Island.
Hún dafnar vel í kollum og klæðnaði manna í öllum lands-
fjórðungum. Til mikillar röggsemi má telja framkomu
Mýrdalslæknisins í þessu máli. Þaðan segir á þessa leið:
„Húsakynni allgóð. Þrifnaður víðast allgóður. Þess má geta
hér, þó að það tilheyri að nokkru ieyti árinu 1944, að haustið
1943 fór að bera á lús í barnaskólanum í Vík, og ágerðist eftir
því, sem á leið og kom upp á hverju heimilinu á fætur öðru.
Nokkru eftir áramótin skrifaði ég ávarp (kryddað kveðskap)
og Iét bera um bæinn, þar sem skorað var á alla heimilisfeður
að sjá svo um, að tiltekinn laugardag færi liverl mannsbarn í
bað, kembdi hár sitt, færi í hrein nærföt, skipt væri á öllum
rúmum og borið lúsameðal í hárið á hverju einasta mannsbarni,
en hreppsnefnd lofaði að borga brúsann. Þetta fékk góðar undir-
tektir. Ég útvegaði 10 kg. af Tinct. quassiæ og útdeildi henni.
Síðan hefur lús ekki heyrzt nefnd liér, og eru þó hart nær 3
mánuðir síðan“.
Heilbrigl líf
231