Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 118
Læknirinn, hreppsnefndin og þorpsbúar í heild hafa
mikinn sóma af þessu, því að áhugi almennings um að
losna við óværuna er mjög misjafn. Það er ekki óþekkt,
að menn vilji frekar hlúa að lúsinni en hitt, enda eimir
enn af fornum hugmyndum um hollustu að henni. — Úr
læknishéraði við Eyjafjörð segir: „ . .. En erfitt mun
reynast að útrýma ófögnuði þessum, meðan þeir, sem lús-
ina hýsa, eru sjálfir sofandi í þeim efnum“.
Mjólk og matargerð.
Landlækni þykir léleg frammistaða mjólkurframleið-
enda á þeirri vöru. Auk þess er kvartað um mjólkurskort
í ýmsum héruðum, einkum á Vestfjörðum og í Ólafsfiröi,
þar sem töðuhesturinn kostaði um 100 kr. Um tíma höfðu
ungbörn þar ekki mjólkurdropa. — Héraðslæknirinn í
Vestm.eyjum ber fram athyglisverða hugmynd, sem sé,
að hafa sameiginlegt fjós fyrir þá 340 gripi, sem eru í
Eyjum, og fá kunnáttumann — mjólkurfræðing — til
þess að stjórna fyrirtækinu.
Ýmsar athugasemdir gera héraðslæknar um matargerð.
Hugmyndir náttúrulækningamanna um, að landsmenn
hætti við að borða kjöt og soðningu á langt í land, enda
hafa þeir ekki bent á, hvernig slíkt er framkvæmanlegt
á þeim stað jarðarkringlunnar, sem Island er sett. Það
er ekki teljandi, sem mann neyta af jarðarávexti annað
en kartöflur, en sú uppskera vill stundum bregðast. —
Einkennilegur er ímugustur eldri manna á haframéls-
graut, sem má telja holla fæðu. Úr Hesteyrarhéraði segir
héraðslæknirinn það haft eftir einum bóndanum, að „hel-
vítis hafragrauturinn væri að eyðileggja heilsuna í unga
fólkinu". Er ritstj. las þetta, rifjaðist upp viðtal við gaml-
an mann á sömu slóðum fyrir nokkrum árum. Þótti hon-
um gott alit Iiðið, en hafði ótrú á nýja tímanum. Um
mataræði féliu þessi orð: „Áður fyrr átu menn mest hard-
232
Heilbrifft lif