Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 119
æti, en nú vill fólk helzt kryddaðan mat — hafragraut
og þess háttar“. Og eggin úr bjargfuglinum taldi hann
bragðdaufari en í sínu ungdæmi.
Héraðslæknar geta þess, að bökuð séu ósköpin öll af
sætum kökum, og sums staðar kemur það varla fvrir, að
boðið sé smurt brauð með kaffi.
Hvers vegna fást húsmæður landsins ekki til að nota
síld til manneldis, sem neinu nemur?
Afengi.
Misjafnar fréttir um áfengisnautn. Sums staðar er hún
talin lítil, t. d. í Flateyrar-, Ólafsfjarðar-, Höfðahverfis-,
Fljótsdals- og Grímsneshéruðum. Annars kvarta Iæknarn-
ir mjög undan ofdrykkju á samkomum og við skemmtan-
ir, með tilheyrandi ryskingum og öðru siðleysi.
Landlæknir ber almenningi ekki vel söguna í þessum
efnum og kemst svo að orði: „Neyzla áfengis og hvers
konar munaðarvöru eykst víðast óhóflega með aukinni
gjaldgetu almennings, og er síaukin áfengisnautn ungl-
inga einkum uggvænleg. Mun þetta vera játað og í orði
kveðnu harrnað af öllum, en fátt verður til varnar, enda
má telja, að krókódílatár ein séu af ráðamömium felld
yfir ósómanum, á meðan þeim kemur ásamt um, að ríkið
skuli eiga fjárhagsafkomu sína undir hinum svívirðilega
áfengisgróða“.
Heimabruggað áfengi geta læknar um, að sé á boðstól-
um í sveitum tveggja héraða. Ekki er í skýrslunum getið
starfsemi bindindisfélaganna, sem eru á hverju strái,
enda hafa þau ekki megnað að stemma stigu við aukinni
áfengisnautn.
Meðferð ungbarna.
Samkvæmt skýrslum ljósmæðra eru ungbörn nærð
þannig, að rúmlega 90% eru lögð á brjóst. Þetta lítur
233
Heilbrigt Uf