Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 120
vel út svona á pappírnum. En það er sá hængur á, að
Heilbrigðisskýrslurnar bera ekki með sér, hve lengi börn-
in fá að njóta móðurmjólkurinnar, sem læknum ber sam-
an um, að sé barninu hollust, svo framarlega sem konan
er sæmilega heilsugóð og hefur gott viðurværi. Nokkrir
héraðslæknar geta þess, að börnin séu fljótt vanin af.
Leiðbeiningabæklingur landlæknis handa mæðrunum er
mjög vinsæll.
Barnauppeldi.
Ýmsir læknar kvarta um lausatök á uppeldi barna, eink-
um útiverum á síðkveldum með hávaða og strákapörum.
En það má líka gera fullharðar kröfur til barnanna. T. d.
er svo ákveðið í lögreglusamþykkt Ólafsfjarðar, að börn
innan 12 ára megi ekki vera úti einsömul eftir kl. 8. Það
er sjálfsagt rétt að vetri til. En á björtum sumarkvöld-
um er hart að gengið að parraka börnin inni svo snemma.
Það mætti gera mun á árstíðum.
Meindýr.
Margir héraðslæknar geta um rottur í algleymingi.
Vestm.eyjar: „Rottur og mýs lifa hér blómalífi, enda
lítið eða ekkert gert af bæjarfélagsins hálfu til að útrýma
þeim“. Svona er víðar. I Rvík herjaði meindýraeyðir bæj-
arins á rottur í öskuhaugum bæjarins með Cyanogasi
(blásýru) ; dældi gasi í á 2. þús. rottuholur. ,,Ég álit, að
gaseyðing sé fljótlegasta, hreinlegasta og mannúðlegasta
aðferðin til að eyða rottum“, segir meindýraeyðirinn.
I ísafjarðar- og Ögurhéraði gera veggjalýs vart við sig.
Störf heilbrigðisnefnda.
Lítil þykja héraðslækninum í höfuðstaðnum afköst
nefndarinnar, en formaður hennar er lögreglustjórinn.
Furðulegt má heita, hvernig stjórn heilbrigðismálanna er
284
Heilbriot lif