Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 121
fyrir komið, því að héraðslæknirinn í Reykjavík segir svo:
„Um daglegt starf hinnar svo nefndu heilbrigðislögreglu
er mér næsta lítið kunnugt nema það fátt, sem fram
hefur komið á fundum nefndarinnar, því að hún hefur
enga samvinnu haft við mig eða skrifstofu mína, svo að
talizt geti“. — Eins og áður hefur verið drepið á í þessu
tímariti, samdi héraðslæknir uppkast að nýrri heilbrigðis-
samþykkt með atbeina sérfræðinga. Um það farast lækn-
inum svo orð: „Bjóst ég við, að því yrði tekið með miklum
fögnuði, og mundi þá vera hægt að kippa ýmsu í lag. En
svo virðist ekki vera, heldur hefur það enn sem komið er,
verið fullkomlega hundsað. Get ég ekki leitt aðrar getur
að því en hvernig formennsku heilbrigðisnefndar er hátt-
að. Að minnsta kosti er þar aðalástæðan".
Frv. héraðslæknis liggur enn í salti hjá bæjarráði. —
Heilsu- og þrifnaðarmálum Reykjavíkur er stjórnað skv.
rúmlega 40 ára gamalli heilbrigðissamþykkt!
Á ísafirði hélt heilbrigðisnefndin aðeins 3 fundi á ár-
inu. Var rætt um veggjalúsapláguna o. fl. Leyfðar voru
áður bannaðar kjallaraíbúðir vegna húsnæðisvandræða.
„ ... Einnig voru athugaðar ýmsar vinnustöðvar í bæn-
um, en þær eru margar mjög slæmar. Salerni bæjarins
voru og athuguð og kom í Ijós, að 121 fjölskyldu vantar
vantssalerni. Víða voru útikamrar mjög lélegir, og nokkr-
ar fjölskyldur höfðu hvergi aðgang að salerni".
Skoðunaraðgerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá Rannsóknastofu Háskólans birtist skýrsla um
krufningar í 14 skipti, er menn fórust af slysum eða lét-
ust með voveiflegum hætti af öðru tilefni. Ökuslys voru
3, skotslys 2, sjálfsmorð 1. Tilefni var líka kransæða-
kölkun í hjartanu, heilablæðing o. fl. — Um konu eina,
34 ára, segir: „Kona þessi gifti sig fyrir 5 dögum og
upplýsti lögreglan, að brúðkaupsveizlan hefði staðið yfir
Heilbrigt líf
235