Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 122
síðan. Að kvöldi 5. dagsins varð konan meðvitundarlaus
og reflexlaus og dó nóttina eftir“. Við krufningu kom í
ljós heilahimnublæðing.
Húsdýrasjúkdómar.
Héraðslæknirinn í Isafjarðarhéraði getur þess, að slátr-
un sauðfjár hafi verið með mesta móti. „Frá sumum bæj-
um er nærri hver fullorðin kind morandi í sullum, og ber
við að þeir finnist í lömbum“. Þetta er athyglisverð frétt.
— Væntanlega er hér um netjusulli að ræða.
Framfarir til almenningsþarfa.
Vegna þeirra veltiára, sem gengið höfðu yfir, var ráð-
izt í ýmsar verklegar framkvæmdir í mörgum læknis-
héruðum, og er nokkurra þeirra getið í Heilbrigðisskýrsl-
unum. I Hafnarfirði var byrjað að steinsteypa aðal-
umferðagötu kaupstaðarins. Ennfremur hafin bygging á
ráðhósi. Ekki setur þó sú bygging neinn svip á bæinn. —
Á Akranesi var unnið að undirbúningi Garðalands til
ræktunar. — Borgarnes-kauptún keypti jörðina líamar,
og er ætlazt til að þorpsbúar geti stundað þar smábúskap.
Eitt hið mesta menningarfyrirtæki sem ráðizt hefur verið
í á þeim slóðum er virkjun Andakílsár (5000 hestöfl), og
er tilætlunin, að nægri raforku megi veita þaðan til Borg-
arness, Akraness og sveitanna milli Hvalfjarðar og Snæ-
fellsness.
Á Sauðárkróki var unnið að skolpveitu um kauptúnið,
en í Ólafsfirði hafin vinna að hitaveitu, sem siðar mun
verða lokið. — í Vestmannaeyjum hóf bæjarsjóður að
steypa fyrstu götuna í bænum, skipasmíðar færðust í
vöxt og unnið var að endurbótum hafnarvirkja. Tals-
verður menningarbragur virðist vera á Hraðfrystistöð-
inni í Eyjum, sem hefur komið sér upp bókasafni fvrir
starfsfólkið, en auk þess haldið uppi fyrir það námskeiði
236
Heitbrigt líf