Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 123
1 ísienzku, heilsufræði o. fl. Bækur og kennsla iátin í té
ókeypis. Hvers vegna? „Of mikið af öllu má þó gera“,
eins og þar stendur.
' E'rámkvæmdir þessar, sem drepið hefur verið á í ýms-
um læknishéruðum, og er þó fátt eitt talið, lýsa framtaks-
semi og menningarviðleitni.
Sasibúð við setuliðið.
A þessu ári fór því að fjara út. Héraðslæknir Hafnar-
fjarðar telur, að þá hafi orðið mikil breyting til batnaðar
í bænum, enda var í meira lagi sukksamt kringum setu-
liðið, skv. fyrri lýsingu læknisins. — í Borgarnesi voru
allmörg börn kennd setuliðsmönnum, en á Seyðisfirði tel-
ur héraðslæknirinn, að 18 hermannabörn hafi fæðzt með-
an setuliðið dvaldi þar, og nemur það 30% af barnsfæð-
ingum á umgetnum tíma. — í Grímsneshéraði voru 7
setuliðsstöðvar. — Það eru í sjálfu sér ekki merkisfréttir,
þó að „hermannabörn" fæðist, því að slíkt á sér ætíð stað,
þar sem setulið dvelur langvistum. Það er ekki víst, að
innlendu barnsfeðurnir reynist ætíð betur en þeir erlendu.
Og gersamlega gagnslaust er að ætla sér að stía í sundur
kvenþjóðinni og liðsmönnum. Það reynist sannleikur, sem
rómverski höfundurinn Hóraz sagði: „Þótt náttúran sé
lamin með lurk, leitar hún út um síðir“.
Ágrip á ensku er aftan við Heilbrigðisskýrslurnar.
Landlæknir birtir einkar fróðlega, sögulega ritgerð um
„Skurðaðgerð við kviðarholssulli 1755“.
Frágangur allur á skýrslunum er að vanda í prýðilegu
lagi af hendi landlæknis.
g. ei.
Heilbrigl lif