Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 125
ur annazt skrifstofustörfin, haft eftirlit með hjúkrunargögnunum
og séð um geymslu þeirra. Hjúkrunarkonur voru frú Laufey
Halldórsdóttir, til 1. sept. 1944, en ungfrú Margrét Jóhannes-
dóttir frá 1. sept. Auk þess að veita forstöðu sjúkraskýlinu í
Sandgerði, hafa þær haft með höndum kennslu á námsskeiðum
í hjálp í viðlögum.
Hjúkrunargögnin:
A þessu starfsári fékk Rauði Kross Islands tvær allstórar
geymsluskemmur við Vitastíg til afnota. Þær höfðu áður verið
á vegum Ameríska Rauða Krossins. Þangað voru flutt öll hjúkr-
unargögn Rauða Krossins, sem áður voru geymd í Austurbæjar-
skólanum. Eru skemmur þessar mjög sæmileg geymsla, eftir
að komið hefur verið þar fyrir hitatækjum og þær lagfærðar
að öðru leyti, og þarf þó nokkuð enn úr að bæta, svo vel sé.
Nokkuð af hinum upphaflegu hjúkrunargögnum hefur verið
endurnýjað. Nokkrum sjúkrahúsum, og þá sérstaklega hinu ný-
reista vinnuhæli berklasjúklinga, hefur verið selt talsvert af
rúmum og rúmfatnaði, sem annars hefur verið ófáanlegur hér
um nokkurt skeið. Loks hafa rúm og dýnur verið Iánaðar út til
sjúklinga í heimahúsum, samkvæmt beiðni lækna, og hefur það
áreiðanlega komið sér vel í mörgum tilfellum.
Bréfskeytin:
Svo sem undanfarin ófriðarár annaðist skrifstofan fyrir-
greiðslu bréfskeyta til og frá ófriðarlöndunum og sendingu
böggla til stríðsfanga. Hefur þetta verið allverulegt starf.
Sumardvalir barna:
Sú starfsemi var með sama hætti og áður, enda sumardvalar-
nefnd skipuð sömu mönnum, þeim:
Þ. Scheving Thorsteinsson,
Haraldi Árnasyni,
Sigurði Sigurðssyni,
Arngrími Kristjánssyni og
Kristjóni Kristjónssyni.
Framkvæmdastjóri var einnig liinn sami og áður, Gísli Jónas-
son, yfirkennari.
239
Heitbrigt Uf