Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 126
Alls voru starfrækt sjö heimili, svo sem hér greinir:
Að Brautarholti á Skeiðum . . . með 49 börnum.
Að Löngumýri í Skagafirði . . . •— 23 •—
í Menntaskólaselinu ............... — 55
Að Reykholti í Borgarfirði .... — 103 —
Að Silungapolli ................... — 72 —
Að Staðarfelli í Dölum .......... •— 49 —
Að Sælingsdalslaug ................ — 36 —
Voru þannig alls 387 börn í dvalarheimilum, en auk þess var
nokkrum börnum komið fyrir á sveitaheimilum fyrir milligöngu
nefndarinnar. Dvalarheimilin voru starfrækt frá síðari hluta
júnímánaðar, þangað til í septemberbyrjun. Um læknisskoðun
og heilbrigðiseftirlit giltu sömu reglur og undanfarin ár, en
heilbrigði var með bezta móti. Veikluðustu börnin voru enn
sein fyrr að Silungapolli. Kostnaður var greiddur af sömu að-
ilum og áður, þ. e. aðstandendum barna, ríki og Reykjavíkur-
bæ, en nefndin starfaði kauplaust, svo sem allt af áður.
SjúkraskýliS í Sandgerði:
Það tók til starfa 12. janúar og var starfrækt til 25. maí. For-
stöðukona var, svo sem áður er getið, frú Laufey Halldórsdóttir,
hjúkrunarkona. Að þessu sinni nutu aðeins sex sjúklingar vistar
í samtals 49 legudaga. Hjúkrunaraðgerðir voru 1071, en vitjanir
203. Alls voru látin í té 1641 steypibað og 240 gufuböð.
Sjómenn hafa sýnt starfsemi þessari hina mestu góðvild, eins
og fyrri daginn, meðal annars með nokkrum fjárhagslegum
stuðningi.
Sjúkraflutningar:
Þar sem sjúkrabílarnir eru þegar talsvert farnir að ganga úr
sér, hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fá tvo nýja bíla frá
Ameríku, og eru þeir væntanlegir innan skamms. Þá hefur ARC
(Ameríski Rauði Krossinn) tilkynnt, að hann muni senda Rauða
Krossi Islands einn sjúkrabíl að gjöf, sem viðurkenningarvott
fyrir góða samvinnu.
Sjúkrabílarnir fluttu á árinu samtals 1999 sjúklinga, þar af
198 utanbæjar. Lengst voru sjúklingarnir sóttir til Blönduóss,
Hvammstanga, í Þorskafjörð, Hólmavík og Vík í Mýrdal. Yar
240 Heilbrigt líf